Skip to main content
KjaramálUmsögn

Stefna í neytendamálum til ársins 2030

By 2. október 2024No Comments

ÖBÍ réttindasamtök fagna framlagðri þingsályktunartillögu um stefnu í neytendamálum. Að mati ÖBÍ er mjög mikilvægt að stjórnvöld hafi skýra stefnu og aðgerðaráætlun í neytendamálum.

Stefnan nær til allrar flóru neytendamála og er uppfærð í samræmi við nútímakröfur. Með stefnunni er stefnt að því að styrkja stofnanakerfi neytendamála með því að gera Neytendastofu að sjálfstæðri stofnun sem og stuðla að virkari neytendavitund og auka traust neytenda á regluverki neytendamála á Íslandi.

ÖBÍ fagnar sérstaklega áherslum að auka neytendavernd viðkvæmra hópa, svo sem barna, eldri borgara og fatlaðs fólks. Það er mjög mikilvægt að þessir hópar verði sérstaklega varðir gegn óæskilegum viðskiptaháttum. ÖBÍ bendir á að eldri borgarar og fatlað fólk er sérstaklega útsett fyrir óæskilegum og dýrum vörum, þjónustu og úrræðum, sbr. smálán.

ÖBÍ styður auknar áherslur í neytendamálum hvað varðar umhverfismál og sjálfbærni, fjármálaþjónustu og fjármálalæsi og hvað varðar aukna neytendavernd við fasteignakaup.

ÖBÍ styður þessa þingsályktunartillögu og telja mikilvægt að hún nái fram að ganga.

Alma Ýr Ingólfsdóttir
Formaður ÖBÍ

Gunnar Alexander Ólafsson
Hagfræðingur ÖBÍ


Stefna í neytendamálum til ársins 2030
221. mál, þingsályktunartillaga
Umsögn ÖBÍ, 2. október 2024