
ÖBÍ / Ruth Ásgeirsdóttir
ÖBÍ réttindasamtök fagna frumvarpinu og hvetja til þess að tillögur þess verði að lögum. ÖBÍ hefur til langs tíma talað fyrir brottfalli skilyrðis 2. mgr. 15. gr. laga nr. 129/1997 um hið svokallaða „sjálfsskaparvíti“.
Tekið er undir þau sjónarmið sem rakin eru í greinargerð með frumvarpinu. Löngu tímabært er að löggjöf um þetta efni taki mið af vísindalegum rannsóknum og nútímaviðhorfum til fíknisjúkdóma. ÖBÍ tekur einnig undir að telja verði álitaefni hvort ákvæðið í núverandi mynd standist jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar sem og önnur ákvæði hennar.
Sé þess óskað er ÖBÍ reiðubúið til samráðs, ráðgjafar og samvinnu um þetta mál á öllum stigum þess.
Ekkert um okkur án okkar!
Alma Ýr Ingólfsdóttir
formaður ÖBÍ réttindasamtaka
Sigríður Hanna Ingólfsdóttir
félagsráðgjafi ÖBÍ réttindasamtökum
Sigurður Árnason
lögfræðingur ÖBÍ réttindasamtöku
Skyldutryggingar lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða (sjálfskaparvíti)
212. mál, lagafrumvarp.
Umsögn ÖBÍ, 10. apríl 2025