Skip to main content
AðgengiUmsögn

Póst­þjónusta (úrbætur á póstmarkaði)

By 9. október 2023júní 6th, 2024No Comments

Umsögn ÖBÍ réttindasamtaka um frumvarp til laga um breytingu á lögum um póstþjónustu, nr. 98/2019 (úrbætur á póstmarkaði)

ÖBÍ réttindasamtök vísa í umsögn, dags. 2. mars 2023, sem lögð var fram á fyrra þingi.

Það er mikilvægt ef af því verður að landsmenn eigi í framtíðinni að sækja bæði bréfa- og pakkasendingar í sérstakar bréfakassasamstæður, að fólk sem á erfitt með það vegna fötlunar eigi áfram kost á að fá póst borinn út á heimili.

ÖBÍ leggur áherslu á að þingmálið verði endurskoðað og fundin lausn á því hvernig sú þjónusta muni vera útfærð. ÖBÍ lýsir yfir vilja til að koma að þeirri vinnu.

Ekkert um okkur án okkar.

Með vinsemd og virðingu,

Alma Ýr Ingólfsdóttir
formaður ÖBÍ

Stefán Vilbergsson
verkefnastjóri ÖBÍ


Póst­þjónusta (úrbætur á póstmarkaði)
181. mál, lagafrumvarp. Frumvarpið er endurflutt, sjá 531. mál á 153. þingi – póstþjónusta.
Umsögn, 9. október 2023