Skip to main content
HeilbrigðismálUmsögn

Neyðargeðheilbrigðisteymi og fræðsla viðbragðsaðila

By 22. október 2024No Comments

ÖBÍ tekur aftur heilshugar undir með flytjendum tillögu til þingsályktunar um neyðargeðheilbrigðisteymi og fræðslu viðbragðsaðila, enda löngu orðið ljóst að hér þurfi að bæta um. Eins og rannsóknir sýna getur snemmtæk íhlutun teymis heilbrigðisstarfsmanna, í þeim tilvikum þar sem grunur leikur á að einstaklingur eða einstaklingar á vettvangi með geðrænan vanda og eða vímuefnavanda, reynst lykilatriði hvað velferð einstaklingsins varðar.

Um leið er nauðsynlegt að veita starfsmönnum neyðarlínu og lögreglu viðhlítandi fræðslu. Einsýnt þykir að breyting í þessa átt muni tryggja bæði öryggi notenda og lögreglumanna. Jafnframt mun þetta til lengri tíma litið lækka kostnað, hvort heldur hagrænan eða heilsufarslegan, fyrir einstaklinginn sem og samfélagið í heild.

Ekkert um okkur – án okkar!

Með vinsemd og virðingu,

Alma Ýr Ingólfsdóttir
formaður ÖBÍ

Rósa María Hjörvar
stafrænn verkefnastjóri ÖBÍ


Neyðargeðheilbrigðisteymi og fræðsla viðbragðsaðila
235. mál, þingsályktunartillaga.
Umsögn ÖBÍ, 22. október 2024