
Pexels / Naomi Bokhout
ÖBÍ hefur áður skrifað umsögn um málið og er sú umsögn hér með ítrekuð.
ÖBÍ tekur undir með frumvarpinu og fagnar því að unnið sé að bættu aðgengi að vönduðu náms- og kennslugögnum. ÖBÍ gerir athugasemd við það að hvergi er talað sérstaklega um námsögn fyrir fötluð börn, einungis um börn af erlendum uppruna. Mikil vöntun er á námsefni fyrir börn með ýmsar skerðingar, svosem námsefni fyrir blind og lesblind börn svo dæmi séu tekin, en mikilvægt er að svo sé tryggt.
ÖBÍ minnir á að nú stendur til, á þessu haustþingi, að lögfesta samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks.
Virðingarfyllst,
Alma Ýr Ingólfsdóttir
formaður ÖBÍ – réttindasamtaka
Andrea Valgeirsdóttir
lögfræðingur ÖBÍ- réttindasamtaka
Námsgögn
255. mál, lagafrumvarp.
Umsögn ÖBÍ, 25. apríl 2025