Skip to main content
Umsögn

Jöfnunarsjóður sveitarfélaga

By 23. nóvember 2022desember 6th, 2022No Comments
Kort af Íslandi - mörkun sveitarfélaga

Umsögn ÖBÍ réttindasamtaka um áform um lagabreytingar um Jöfnunarsjóð sveitarfélaga

ÖBÍ leggur áherslu á að þess sé gætt að þjónusta í málefnum fatlaðs fólks skerðist ekki heldur styrkist við sameiningu sveitarfélaga. Stuðla má að hagræðingu í rekstri við sameiningu og ljóst er að mörg minni sveitarfélög ráða illa eða ekki við skyldur sínar. Miða verður þjónustustig og áætlanir við fjölda og dreifingu íbúa, stærð og fjarlægðir milli staða.

Af af gefnu tilefni er minnt á samráðsskyldu stjórnvalda við fatlað fólk sbr. 3. mgr. 4. gr. samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks (SSRF):
„Við þróun og innleiðingu löggjafar og stefnu við innleiðingu samnings þessa og við annað ákvörðunartökuferli varðandi málefni fatlaðs fólks, skulu aðildarríkin hafa náið samráð við fatlað fólk og tryggja virka þátttöku þess, þar á meðal fatlaðra barna, með milligöngu samtaka sem koma fram fyrir þess hönd.“

Ekkert um okkur án okkar.

Með vinsemd og virðingu,

Þuríður Harpa Sigurðardóttir
formaður ÖBÍ

Stefán Vilbergsson
verkefnastjóri ÖBÍ


Mál nr. 211/2022.  Áform um lagabreytingar um Jöfnunarsjóð sveitarfélaga.
Umsögn ÖBÍ, 23. nóvember 2022.
Ráðuneyti: Innviðaráðuneytið. Skrifstofa sveitarfélaga og byggðamála.
Málefnasvið: Sveitarfélög og byggðamál.

Sjá nánar í Samráðsgátt stjórnvalda