Skip to main content
AlmannatryggingarKjaramálUmsögn

Félagsleg aðstoð (lífeyrisþegar búsettir erlendis)

By 23. október 2024No Comments
Hjón, tveir eldri karlmenn ástfangnir. Í baksýn er foss.

ÖBÍ réttindasamtök taka undir tillögur í frumvarpinu sem hér er til umsagnar um að greiða lífeyristökum sem búsettir eru erlendis annars vegar heimilisuppbót og hins vegar framfærsluuppbót, ef viðkomandi á ekki rétt á sambærilegum greiðslum í búsetulandi.

Í fyrri umsögn sinni um málið benti ÖBÍ á að ekki væri með öllu ljóst hverjum væri ætlað að bera sönnunarbyrgði fyrir því að lífeyristakar uppfylltu eða uppfylltu ekki skilyrði ákvæðisins. Í greinargerð með því frumvarpi sem hér er til umsagnar segir að orðalag 1. og 2. gr. frumvarpsins sé afdráttarlaust um að sönnunarbyrðin fyrir því hvort lífeyrisþegi njóti sambærilegs stuðnings erlendis frá hvílir á stjórnvöldum. Að mati ÖBÍ er þó orðalagið “sýnt sé fram á” ekki afdráttarlaust hvað það varðar. Því er lagt til að í stað þeirra orða kæmi „Tryggingastofnun sýni fram á“.

Ekkert um okkur án okkar!

Með vinsemd og virðingu,

Alma Ýr Ingólfsdóttir
formaður ÖBÍ réttindasamtaka

Sigríður Hanna Ingólfsdóttir
félagsráðgjafi ÖBÍ réttindasamtökum

Sigurður Árnason
lögfræðingur ÖBÍ réttindasamtaka


Félagsleg aðstoð (lífeyrisþegar búsettir erlendis)
59. mál, lagafrumvarp. Velferðarnefnd.
Umsögn ÖBÍ, 23. október 2024