ÖBÍ réttindasamtök fagnar frumvarpinu en með því verður innleidd reglugerð Evrópusambandsins sem innifelur setningu ramma utan um samræmingu viðbragða allra aðildarríkjanna vegna skorts á lyfjum og lækningatækjum sem og til að styrkja og móta vöktun á mikilvægum lyfjum og lækningatækjum á sem skilvirkastan hátt.
Evrópureglugerðinni er ætlað að tryggja hátt verndarstig fyrir heilbrigði manna með því að tryggja hnökralausa starfsemi innri markaðarins að því er varðar lyf og lækningatæki. Miðað er að því að tryggja gæði, öryggi og verkun lyfja sem ráða mögulega við bráðar ógnir við lýðheilsu. Með öðrum orðum að tryggja samstarf milli aðildarríkja til að takast sameiginlega á við krísu sem ógnar lýðheilsu.
ÖBÍ styður heilshugar allar þær breytingar sem stuðla að auknu öryggi innan heilbrigðisþjónustu og eru til þess fallinn að vernda lýðheilsu manna.
Með vinsemd og virðingu,
Alma Ýr Ingólfsdóttir
formaður ÖBÍ
Rósa María Hjörvar
stafrænn verkefnastjóri ÖBÍ
Drög að frumvarpi til laga um breytinga á lyfjalögum og lögum um lækningatæki (EES reglur)
Mál nr. S-148/2024. Heilbrigðisráðuneytið.
Umsögn ÖBÍ, 21. ágúst 2024