Skip to main content
Umsögn

Ályktun um málefni barna

By 6. október 2018No Comments

Ályktun aðalfundar Öryrkjabandalags Íslands haldinn 5. og 6. október 2018 um málefni barna

Aðalfundur Öryrkjabandalags Íslands (ÖBÍ), haldinn 5. og 6. október 2018 skorar á stjórnvöld að:

  • Jafna tækifæri til náms og tryggja að nemendur með sérþarfir (stuðningsþarfir) fái þá lögbundnu þjónustu sem þeir eiga rétt á innan skólakerfisins.
  • Tryggja réttindi barna og gæta að því að hagur þeirra vegi þyngst í öllum ákvörðunum sem um þau eru tekin.
  • Tryggja að raddir barna fái aukið vægi innan kerfisins.
  • Tryggja heildstæða einstaklingsmiðaða þjónustu í leik- og grunnskólum.
  • Tryggja fötluðum börnum rétt til íþrótta- og tómstundaiðkunar til jafns við aðra.
  • Auka geðheilbrigðisþjónustu barna og unglinga og eyða biðlistum.