Stjórn Öryrkjabandalags Íslands krefst þess að stjórnvöld stöðvi strax hina ólögmætu skerðingu og greiði örorkulífeyrir miðað við réttan útreikning búsetuhlutfalls frá og með 1. mars næstkomandi.
Stjórn Tryggingastofnunar ríkisins skuldar því fólki sem lent hefur í þessum skerðingum opinbera afsökunarbeiðni. Skaðinn verður aldrei bættur að fullu en fyrsta skrefið er að greiða til baka hverja krónu sem tekin hefur verið af örorkulífeyrisþegum.
Stjórn ÖBÍ gerir kröfu um að TR greiði búsetuskertum örorkulífeyrisþegum hinar ólögmætu skerðingar tíu ár aftur í tímann. Ekki er hægt að réttlæta það að stjórnvöld valdi örorkulífeyrisþegum tjóni í tíu ár en greiði svo einungis tæplega helming þess tjóns til baka.
Vandræðagangur stjórnvalda í þessu máli er með ólíkindum. Tryggingastofnun og ráðuneytin vísa hvert á annað og halda þannig áfram þeim ljóta leik að skerða réttindi fólks í andstöðu við lög.
Ekkert um okkur án okkar!