Reykjavík, 26.2.2020
Efni: Umsögn Öryrkjabandalags Íslands (ÖBÍ) um frumvarp til laga um breytingu á lögum um almannatryggingar nr. 100/2007 (kostnaður við framkvæmd greiðslna) þingskjal 74 – 74 mál.
ÖBÍ lýsir stuðningi við frumvarpið sem hér er til umsagnar og felst í að Tryggingastofnun skuli greiða allan kostnað vegna greiðslna opinberra réttinda svo að girt sé fyrir mismunun á grundvelli búsetu að þessu leyti. Þessi kostnaður getur verið umtalsverður fyrir lífeyrisþega og þá sérstaklega sem hlutfall af þeirra tekjum.
Bætur samkvæmt lögum um almannatryggingar nr. 100/2007 eru greiddar úr landi til lífeyrisþega sem flytja lögheimili sitt til annars aðildarríkis EES-samningsins. Hins vegar eru bætur og greiðslur samkvæmt lögum um félagslega aðstoð nr. 99/2007 ekki greiddar úr landi, sem hefur í för með sér að greiðslur til þeirra frá TR lækka við að flytja lögheimili úr landi.
Ekkert um okkur án okkar.