Í rökstuðningi fyrir því að hafna framangreindri breytingartillögu segir í 2. mgr., 5. kafla greinargerðar með frumvarpinu:
„Bent er á að framkvæmdir sem Framkvæmdasjóður ferðamannastaða styrkir geta verið margvíslegar og á ólíkum stöðum í náttúru Íslands. Þegar um er að ræða mannvirki sem falla undir lög um mannvirki, nr. 160/2012, þá gilda þau lög um framkvæmdina, m.a. hvað varðar algilda hönnun. Þá er þess gætt í framkvæmd, eins og umsagnaraðili benti á, að þegar við á sé lögð áhersla á aðgengi fyrir alla. Með vísan til framangreinds leiðir umsögnin ekki til breytinga á efni frumvarpsins.“
Sjálfsbjörg lsh. og Öryrkjabandalag Íslands leggja hér með aftur fram eftirfarandi tillögu að breytingu á 1. mgr., 1. gr. laga um Framkvæmdasjóð ferðamannastaða, nr. 75/2011:
Virðingarfyllst.
Fylgiskjal:
Umsögn um frumvarp til laga um breytingu á lögum um Framkvæmdasjóð ferðamannastaða, nr. 75/2011, dags. 20. mars 2020.