Skip to main content
Umsögn

6. mál Almannatryggingar (hækkun lífeyris). 29.10.2019

By 6. febrúar 2020No Comments

Alþingi
Nefndasvið
Austurstræti 8-10
150 REYKJAVÍK

Reykjavík 29. október 2019

Efni: Umsögn um frumvarp til laga um breytingu á lögum um almannatryggingar, nr.100/2007 (hækkun lífeyris), 6. mál.
Öryrkjabandalag Íslands hefur fengið til umsagnar frumvarp til laga um breytingu á lögum um almannatryggingar, nr.100/2007 (hækkun lífeyris), 6. mál.

Öryrkjabandalagið styður markmið frumvarpsins og telur eðlilegt bætur almannatrygginga fylgi a.m.k. þróun lægstu launa til að tryggja að kjör lífeyrisþega dragist ekki aftur úr öðrum hópum eins og reyndin hefur verið síðustu ár.

Öryrkjabandalagið telur þó að frumvarpið þyrfti að vera skýrara um það hvaða bótaflokkar það eru sem eiga að hækka og telur mikilvægt að helst verði horft til grunnlífeyris í þeim efnum.

Þá bendir Öryrkjabandalagið á að skv. fjárlagafrumvarpi ársins 2020 er gert ráð fyrir 1.100 milljónum til kerfisbreytinga til að bæta kjör öryrkja sem mætir fjárþörf hækkunar grunnlífeyris að hluta. Nánar um það er vísað til umsagnar ÖBÍ um frumvarp til fjárlaga fyrir árið 2020, 1.-3. mál.

Ekkert um okkur án okkar

Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður ÖBÍ 


Umsögnin á vef Alþingis