Reykjavík, 22. október 2019
Umsögn Öryrkjabandalags Íslands (ÖBÍ) um tillögu til þingsályktunar um fræðslu um vefjagigt og endurskoðun á skipan sérhæfðrar endurhæfingarþjónustu, þingskjal 36 – 36. mál.
Tekið er undir með flutningsmönnum þingsályktunartillögunnar um mikilvægi aukinnar fræðslu og vitundarvakningu um vefjagigt. Allt fram á þennan dag hafa sjúklingar búið við fordóma fólks sem hefur ekki trú á tilvist sjúkdómsins og oft á tíðum eiga þeir sjálfir í erfiðleikum með að greina ástæður vanlíðunar sinnar, sem tengist oft öðrum kvillum. Vefjagigtin sést ekki utan á fólki, mælist ekki í blóði og kemur ekki fram á röntgenmyndum, en veldur miklum verkjum og hefur veruleg áhrif á líðan og líf þess.
Það þarf að bæta greiningu, stytta biðtíma eftir þjónustu og bjóða upp á heildræna meðferð við vefjagigt. ÖBÍ hvetur til þess að þingsályktunartillagan verði samþykkt.
Ekkert um okkur án okkar.
Með vinsemd og virðingu,