Skip to main content
Umsögn

3. Leiðbeiningar við gerð viðbragðsáætlunar

By 8. október 2020No Comments
Mikilvægt er að NPA-notendur og þeir sem eru með annars konar notendasamninga séu viðbúnir því að upp komi grunur um COVID-19 smit hjá sér eða í hópi aðstoðarfólks.
Þegar hætta er talin á smiti af völdum COVID-19 þarf notandi og aðstoðarfólk hans að:
  1. Þekkja einkenni COVID-19 sýkingar og smitleiðir veirunnar og kynna sér leiðbeiningar um viður- kennda verkferla, nánari upplýsingar á vefjum embættis landlæknis, félagsmálaráðuneytisins, Sambands íslenskra sveitarfélaga og NPA-miðstöðvarinnar.
  2. Einkenni COVID-19 eru: Hósti, hiti, kvefeinkenni, bein- og vöðvaverkir og þreyta, stundum með hálsbólgu. Eins hefur breytingu eða tapi á bragð- og lyktarskyni verið lýst.
  3. Vera tilbúin að gæta mjög vel að hreinlæti, efla sýkingavarnir og beita grundvallarsmitgát.
  4. Vera tilbúin að takast á við verkefni vegna COVID-19.
  5. Vera tilbúin og veita aðstoð við takmörkun á aðgengi að heimili notenda og stöðva óþarfa umgang til varnar smiti.
  6. Kunna að klæðast og afklæðast hlífðarfatnaði.
  7. Hafa kynnt sér myndbönd sóttvarnalæknis á vef embættis landlæknis um sýkingavarnir, handþvott og notkun hlífðarbúnaðar.
  8. Upplýsa tengilið hjá félagsþjónustu viðkomandi sveitarfélags ef grunur vaknar um smit af völdum COVID-19 og eftir atvikum umsýsluaðila eða aðstoðarverkstjórnanda.
Geymið eftirfarandi á vísum stað innan heimilis:
  • Handspritt
  • Bréfþurrkur
  • Einnota hanskar
  • Hlífðargrímur
  • Plastpokar
  • Sótthreinsandi lögur til yfirborðshreinsunar t.d. spritt eða Virkon
  • Virkon töflur og leiðbeiningar með þeim.

Leiðbeiningar um notkun hlífðargríma eru að finna hér [PDF] og hér [á Facebook] má sjá leiðbeiningamyndband um notkun hlífðargríma.

Mikilvægt er að undirbúa sig og gera eigin viðbragðsáætlun, ræða við aðstoðarfólk um hvernig bregðast skuli við komi veikindi upp og þú þurfir að fara í sóttkví eða einangrun. Þessar leiðbeiningar er gott að hafa til hliðsjónar við gerð eigin viðbragðsáætlunar.
 
Gott er að:
  • Taka saman helstu símanúmer sem þurfa að vera tiltæk.
  • Eiga alltaf hreinlætisefni, sótthreinsandi efni, handspritt, sápur, pappírsþurrkur, einnota hanska, hlífðargrímur o.fl.
  • Gera verklag um sóttvarnir og hreinlæti fyrir aðstoðarfólk og umgengni á þínu heimili:
    • Handþvottur
    • Þrif á vistarverum og snertiflötum
    • Almennt hreinlæti
  • Gera verklag um heimsóknir, fjölda gesta og ferðir út af heimili.
  • Gera áætlun um það hvernig þú getur brugðist við komi upp grunur um COVID-19 smit eða staðfest smit hjá þér eða í hópi aðstoðarmanna þinna.
  • Reyna að sjá fyrir hvernig þú getur brugðist við neyðartilvikum. Til dæmis ef þú missir stóran hluta aðstoðarfólks í sóttkví eða einangrun.
  • Ákveða hver sinnir verkstjórnarhlutverkinu ef þú getur ekki sinnt því vegna veikinda.
  • Ræða við aðstoðarfólk um viðbrögð og verklag um hvað skal gera komi smit upp hjá þér eða í hópi aðstoðarmanna þinna.
  • Gera lista yfir þá sem geta verið þínir bakverðir:
    • Taka saman lista yfir fólk sem hefur unnið hjá þér áður, hafa samband við það og athuga hvort það geti mögulega stokkið til í neyð.
    • Kanna hvort fjölskyldumeðlimir eða vinir geti komið inn til aðstoðar ef þörf er á.
  • Þekkja til verklags um hvernig hægt er að fá aðstoð bakvarðarsveitar velferðarþjónustu.
  • Gera verklag um hvernig á að sækja mat, lyf og annað sem þarf að vera til á þínu heimili ef upp kemur COVID- 19 smit.
  • Eiga leiðbeiningar útprentaðar sem þörf er á og kynna eftir þörfum fyrir aðstoðarfólki þínu.

Næsti kafli    Efnisyfirlit