Efni: Umsögn Öryrkjabandalags Íslands (ÖBÍ) við tillögu til þingsályktunar um lögfestingu samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Þingskjal 21 – 21. mál.
Rétturinn verður skýrari
Lögfesting kemur vonandi í veg fyrir mistök síðustu ára
Aukinn trúverðugleiki á alþjóðavettvangi
Allt þetta sýnir að vilji ríkið njóta trúverðugleika á alþjóðavettvangi varðandi réttindi almennt og réttindi fatlaðs fólks, þá er af nægu að taka. Lögfesting samningsins yrði bæði mikilvægt og gott skref.
Tekið er undir ábendingarnar í þingsályktunartillögunni
Í fyrsta lagi er tekið undir mikilvægi þess að farið sé vel yfir tillögur og ábendingar sem berast Alþingi. Með samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks samþykktu aðildarríkin að þau væru skuldbundin til að greina og útrýma þeim samfélagslegu hindrunum sem valda því að fatlað fólk fær ekki notið réttinda sinna. Greining á hindrununum næst ekki án þess að rætt sé við fatlað fólk. Því er það algjör grundvallarskylda aðildarríkja að tryggja virkt samráð og beita sér fyrir útrýmingu þeirra hindrana sem þeim hefur (ítrekað) verið bent á.
Í öðru lagi er það ábending um skyldu ríkisins að setja á stofn sjálfstæða mannréttindastofnun til þess að tryggja mannréttindi og raunverulegt jafnrétti fólks. ÖBÍ tekur undir að það er algerlega nauðsynlegt að komið verði á sjálfstæðri mannréttindastofnun í samræmi við Parísarviðmiðin, en þau voru samþykkt á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna árið 1993 og setja viðmið og leiðbeiningar um vinnu sjálfstæðra, innlendra mannréttindastofnana.[2]
Í þriðja lagi er ábending um að valfrjáls viðauki við samninginn verði fullgiltur. Viðaukinn felur í sér einstaklingsbundnar samskiptaleiðir til sérfræðinefndar Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Jafnframt felur hann í sér að heimild sérfræðinefndarinnar til að gera sérstaka skoðun á framkvæmd samningsins verði hún áskynja um kerfisbundin brot á ákvæðum hans. Fullgilding valfrjálsa viðaukans myndi auka trúverðugleika íslenska ríkisins, jafnt innanlands sem á alþjóðavettvangi.
Í fjórða lagi má nefna að vandamál hafa komið upp varðandi þýðingu á SRFF. Að minnsta kosti fjórar ólíkar þýðingar hafa verið á mismunandi heimasíðum hjá stofnunum ríkisins. Engin þessara þýðinga er fullnægjandi. Þessi vandamál eiga þó ekki að verða til þess að lögfesting samningsins tefjist.
Áskoranir í framhaldinu
Samantekt
Ekkert um okkur án okkar!