14. Frekari upplýsingar
Önnur þjónusta
Þrátt fyrir þriðju bylgju COVID-19 munu sveitarfélögin reyna eftir fremsta megni halda starfsemi sem heyra undir þau opinni. Um þjónustu sveitarfélaga við fatlað fólk gilda sérstakar leiðbeiningar fyrir velferðarþjónustu sem finna má hér [PDF].
Rakning C-19 appið
Fatlað fólk sem og aðrir þjóðfélagsþegnar eru hvattir til að hlaða niður smitrakningarappi almannavarna og hvetja vini og vandamenn og þá sem koma í heimsókn til þess að gera slíkt hið sama. Appið er að finna hér á www.covid.is
Upplýsingasíður
Á www.covid.is er hægt er að finna svör við mörgum spurningum undir spurt og svarað. Velja þarf sjá allt. Þar er líka umræða um andlega líðan á tímum COVID-19, hvar má leita aðstoðar og stuðnings og góð ráð. Þetta má finna undir Líðan okkar á www.covid.is. Á covid.is eru góð ráð um hvernig forðast má smit.
-
- www.landlaeknir.is
- www.samband.is
- www.felagsmalaraduneyti.is
- www.npa.is
- www.covid.is
15. Minnislisti
- Handhreinsun – sápa og vatn eða handspritt
- Nálægð – 2 metra nálægðartakmörk
- Jákvæðni – forðast neikvæðar hugsanir
- Svefn – nægur svefn
- Næring – holl og fjölbreytt fæða
- Heimsending – á mat og þjónustu, ef hægt er, fá aðstoð ef þarf
- Dagsbirta – njóta birtu á daginn
- Hreyfing – inni eða úti
- Tengslanet – samskipti við fjölskyldu og vini, nota síma og samfélagsmiðla
- Lyf – taka öll lyf skv. læknisráði
- Heilsugæsla/Læknavaktin – hafa samband ef þarf (ný einkenni, breyting á einkennum undirliggjandi sjúkdóms, hugsanleg sýking o.fl.)