Skip to main content
Umsögn

12. Fyrstu skrefin úr verndarsóttkví: Af neyðarstigi á hættustig

By 8. október 2020No Comments
  • Ávallt þarf að taka mið af aðstæðum í umhverfinu og horfa til fjölda smita.
  • Þegar smitum í samfélaginu fjölgar fara margir í svokallaða verndarsóttkví og halda sig að mestu heima.
  • Þegar smitum fækkar á nýjan leik og farið er af neyðarstigi almannavarna yfir á hættustig er mikilvægt að stíga fyrstu skrefin út úr verndarsóttkví.
  • Gæta skal varkárni, viðhalda og slaka á eigin sóttkví í hlutfalli við fækkun smita þegar aðstæður breytast á ný.
  • Mikilvægt er að viðhafa smitvarnir sem felast í tíðum og góðum handþvotti/handsprittun, viðhafa 1-2 metra nándarmörk eins og kostur er, forðast fjölmenni og nota andlitsgrímur eins og reglur kveða á um. Þær geta einnig átt við í meira mæli fyrir fólk sem er að stíga út úr verndarsóttkví. Athugið að 2 metra fjarlægð veitir meira öryggi en 1 metri.
  • Þegar aðstæður í umhverfi eru þannig að hægt er að taka fyrstu skrefin út úr verndarsóttkví er fatlað fólk hvatt til að sýna áfram varkárni, forðast margmenni og ekki umgangast þá sem eru með einkenni sjúkdóms en íhuga um leið tilslakanir á takmörkunum á samneyti við annað fólk.
  • Taka skal mið af heilsufari og undirliggjandi áhættuþáttum við mat á því hvað hvernig hægt er að taka fyrstu skrefin út í samfélagið aftur eftir að hafa verið heima í verndarsóttkví.
  • Skoðið leiðbeiningar fyrir fólk sem er með áhættuþætti fyrir alvarlegri sýkingu [PDF].
  • Þeir sem tilheyra áhættuhópum ættu einnig áfram að sýna varkárni án þess að forðast samneyti við annað fólk. Ráðlagt er að stíga skrefin varlega áfram og fylgjast með þróun mála í samfélaginu.
  • Þeim sem umgangast einstaklinga í áhættuhópum er bent á sömu reglur og áhersla er á að þeir haldi sig fjarri þeim ef þeir hafa einkenni sem gætu samrýmst COVID-19.
  • Gott er að halda sig frá fjölmennum stöðum fyrst um sinn og finna staði þar sem hægt er að halda 2ja metra fjarlægð í samskiptum við næsta mann.
  • Hægt er að sækja minni samkomur þar sem hreinlæti er sinnt og 2 metra nándartakmörk tryggð.
  • Þegar sækja þarf þjónustu þar sem starfsfólk er í náinni snertingu við marga einstaklinga á hverjum degi, s.s. hárgreiðslustofur og sjúkraþjálfun er gott að fara á þessa staði á rólegasta tíma dagsins.
  • Mikilvægt er að huga vel að andlegri og líkamlegri heilsu.

Næsti kafli   Efnisyfirlit