Fjólublátt ljós við barinn
Fjólublátt ljós við barinn, aðgengishvatning UngÖBÍ, verður veitt í fyrsta skipti í ár, 2024. Fjólubláa ljósið er veitt þeim sem hafa stuðlað að bættu aðgengi fatlaðs fólks að skemmtanalífi á Íslandi.
Ljósið verður afhent í mars. Markmiðið með viðurkenningunni er að hvetja fólk og fyrirtæki á Íslandi til að hafa aðgengismál í forgangi og stuðla að samfélagi fyrir alla.