ÖBÍ réttindasamtök leggja árlega fjölmörgum samtökum, verkefnum og einstaklingum lið með fjárframlögum. Samtökin styðja þannig við nám og listsköpun fatlaðs fólks, mannréttindabaráttu, rannsóknir, útgáfu og miðlun.
Styrkir ÖBÍ
Námsstyrkir
ÖBÍ réttindasamtök veita fötluðu fólki námsstyrki að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. Einnig er heimilt að styrkja þá sem vilja sérhæfa sig til starfa í þágu fólks með þroskahömlun.
Verkefnastyrkir
ÖBÍ úthlutar verkefnastyrkjum til aðildarfélaga sinna og einstaklinga. Þess utan úthluta samtökin árlega sérstökum styrkjum til ýmissa hagnýtra verkefna sem tengjast hagsmunum fatlaðs fólks í samræmi við málefni, markmið og stefnu ÖBÍ.
Styrkir til rannsókna
Styrkir úr sjóði Odds Ólafssonar frumkvöðls að bættum hag fatlaðs fólks eru veittir til ýmiss konar rannsóknarverkefna og forvarna.