Brynja leigufélag
er sjálfseignarstofnun sem sett var á fót af ÖBÍ 1. nóvember 1965. Hlutverk Brynju er að eiga og reka íbúðir fyrir fatlað fólk. Fjöldi leiguíbúðanna eru um eitt þúsund (2024). Þær eru staðsettar um land allt, flestar þó á höfuðborgarsvæðinu.
Umsækjendur þurfa að uppfylla eftirfarandi skilyrði:
- Vera með 75% örorkumat.
- Vera á aldrinum 18-67 ára.
- Vera undir ákveðnum tekju- og eignamörkum.
- Eiga ekki fasteign.
Heimilisfang
Hátún 10 C
105 Reykjavík