ÖBÍ hefur tekið saman upplýsingar um fyrirtæki og stofnanir sem veita fólki sem fær örorkulífeyri afslátt af vörum og þjónustu. Eflaust eru mun fleiri sem veita afslætti og því er um að gera að spyrja.
Framvísa þarf örorkuskírteini sem Tryggingastofnun (TR) gefur út til að geta nýtt sér afslættina. Þau sem eru með snjallasíma geta náð í » stafrænt örorkuskírteini og haft tiltækt í símanum. TR býður einnig upp á að fólk geti prentað út örorkuskírteini (PDF) eða óskað eftir að fá plastað skírteini. Sjá nánar » Örorkuskírteini | TR | Ísland.is
Þar sem örorkuskírteinið er ekki með passamynd þá er ráðlagt að vera viðbúin því að framvísa skilríki með mynd. Þau sem ekki eiga vegabréf eða sambærileg skilríki með passamynd geta sótt um » nafnskírteini hjá Þjóðskrá.
Uppfært í apríl 2025 • obi@obi.is