Niðurstöður spurningakönnunar meðal fólks með örorkumat, endurhæfingarlífeyri eða örorkustyrk sem Varða, rannsóknastofnun vinnumarkaðarins, vann í samstarfi við ÖBÍ réttindasamtök og TR. Könnunin var nafnlaus og aðeins send til þeirra sem samþykktu þátttöku. Niðurstöðurnar sýna að stór hluti fatlaðs fólks á Íslandi býr við sárafátækt og lífsskilyrði lífeyristaka eru töluvert verri en launafólks. Staða einhleypra foreldra er sérstaklega alvarleg.
Skýrslur og rannsóknir
2023
Húsnæðismál fatlaðs fólks
Skýrsla ÖBÍ réttindasamtaka um húsnæðismál fatlaðs fólks. Niðurstöður rannsóknar sem gerð var á húsnæðismálum fólks með 75% örorkumat leiddu í ljós að miklum mun fleiri öryrkjar eru á leigumarkaði en aðrir fullorðnir. Mun færri öryrkjar eiga fasteign og þeir öryrkjar sem eiga fasteign eignuðust hana almennt áður en þeir urðu öryrkjar.
2022
Rannsókn á húsnæðismálum fatlaðs fólks
Skýrslan var gefin út í nóvember 2022. Markmið rannsóknarinnar var að kortleggja húsnæðismál fatlaðs fólks og búsetukosti.
Ásdís Aðalbjörg Arnalds og Sindri Baldur Sævarsson hjá Félagsvísindastofnun unnu skýrsluna fyrir ÖBÍ réttindasamtök sem er hér í PDF útgáfu →
Lásar gera bara gagn ef þeir eru læstir
Rannsókn um skerðingar og kjaragliðnun lífeyris almannatrygginga. 2. útgáfa í maí, 2022. Uppfærð tölfræðigögn. Skýrslan kom fyrst út árið 2020. Kolbeinn H. Stefánsson, félagsfræðingur og dósent við félagsráðgjafadeild Háskóla Íslands vann skýrsluna fyrir ÖBÍ sem er hér í PDF útgáfu →
Íslenska skuggaskýrslan fyrir kvennasáttmálann
Mannréttindaskrifstofa Íslands, Kvenréttindafélag Íslands, Öfgar, UN Women á Íslandi og Öryrkjabandalag Íslands skiluðu sameiginlegri skuggaskýrslu til nefndar sem starfar á grundvelli samnings Sameinuðu þjóðanna um afnám allrar mismununar gagnvart konum (Kvennasáttmálans). →
Icelandic shadow report for CEDAW
This report lists the concerns of the Icelandic Human Rights Centre, the Icelandic Women’s Rights Association, UN Women Iceland, the Icelandic Disability Alliance and Öfgar – a non-profit organisation against gender based violence (hereinafter referred to as “the coalition”) with the Icelandic government’s gender equality legislation, policy, and funding, as well as our recommendations. →
2021
- Sérálögur utan greiðsluþátttökukerfis : umfang aukagjalda við komur til sérfræðinga og sjúkraþjálfara [PDF]. Sveinn Hjörtur Hjartarson fyrir ÖBÍ (október 2021)
- Staða fatlaðs fólks á Íslandi [PDF] Varða – rannsóknarstofnun vinnumarkaðarins (september 2021)