Skip to main content
FréttHeilbrigðismálSkoðun

Kostnaðarþátt­töku­kerfið er hriplekt

By 23. nóvember 2022nóvember 30th, 2022No Comments

Emil Thorodd­sen skrifar grein sem birtist fyrst á mbl.is:

Sú var tíðin að und­ir­staða ís­lenskr­ar heil­brigðisþjón­ustu var gagn­reynd þekk­ing, skil­virk, hag­kvæm þjón­usta, aðgengi­leg öll­um, mannúð og virðing sýnd not­end­um. Nú tala menn um „villta vestrið“ og „vargtíð“. Litið er þá til þess að sér­greina­lækn­ar og sjúkraþjálf­ar­ar sögðu sig frá samn­ingi við sjúkra­trygg­ing­ar og ekki hef­ur tek­ist að semja að nýju. Hvers vegna hef­ur verið samn­ings­laust við sér­greina­lækna frá 2018 og sjúkraþjálf­ara frá byrj­un árs 2020 er ekki mitt að dæma. Áhrif­in á not­end­ur þjón­ust­unn­ar eru óháð því væg­ast sagt öm­ur­leg. Flest­ir inn­an of­an­greindra fag­hópa leggja nú á auka­gjöld fyr­ir þjón­ustu sína. Gjöld sem eru utan greiðsluþátt­töku hins op­in­bera í ljósi samn­ings­leys­is.

Ástandið bitn­ar harðast á lægri tekju­hóp­um sam­fé­lags­ins. Aðgengi að þjón­ust­unni verður með hverju miss­er­inu háðara efna­hag fólks. Auka­gjöld­in vega stöðugt hærra í end­ur­gjaldi fyr­ir þjón­ust­una. Í mörgu eru þau óút­skýrð. Síðustu tvö ár veg­ur þungt í þeim að upp­hæðir fyr­ir þjón­ust­una sem kostnaðarþátt­taka er miðuð við hafa ekki hækkað sam­kvæmt verðlagi síðastliðin tvö ár. Hversu hratt gjöld­in hækka er illskilj­an­legt. Fyr­ir ári var al­geng upp­hæð auka­gjalds við komu til sér­greina­lækn­is 2.200 krón­ur. Í dag er upp­hæðin 4.200 krón­ur, 91% hækk­un! Til er dæmi um að þriggja manna fjöl­skylda fari með um 50.000 krón­ur á mánuði í auka­gjöld ein og sér.

Fólk með gigt­ar­sjúk­dóma og ann­an stoðkerf­is­vanda er út­sett­ara fyr­ir þess­um út­gjöld­um en flest­ir. Gigt­ar­sjúk­dóm­ar eru ætt­læg­ir, ekk­ert líf­færi lík­am­ans er óhult fyr­ir gigt­ar­sjúk­dóm­um. Fólkið hef­ur þörf fyr­ir þjón­ustu ým­issa sér­greina­lækna, sami ein­stak­ling­ur get­ur haft þörf fyr­ir þjón­ustu nokk­urra. Þar fyr­ir utan hef­ur viðkom­andi þörf á sjúkraþjálf­un árið um kring til að viðhalda starfs- og hreyfigetu. Heim­sókn­ir til sjúkraþjálf­ara tvisvar í viku og tveggja sér­greina­lækna legg­ur sig á 22.800 kr. á mánuði. Marg­ur hef­ur dregið sam­an að sækja sér þjón­ustu sjúkraþjálf­ara eða hætt því. Æ oft­ar heyr­ist að fólk hafi ekki ráð á þjón­ust­unni. Raun­ar má full­yrða að það sem áunn­ist hef­ur á síðustu sex árum í lægri greiðsluþátt­töku sjúk­linga í samn­ings­bund­inni þjón­ustu sé horfið og meira til. Leki greiðsluþátt­töku­kerf­is­ins vegna þessa er vægt reiknaður nokkuð á sjötta millj­arð króna.

Má líkja ástand­inu við „villta vestrið“ eða „vargtíð“? Ekki ætla ég að kveða svo hart að, en þetta er bölvuð ótíð. Auka­gjöld­in eru skatt­heimta sem leggst meira á suma en aðra. Aðgengi að þjón­ust­unni er háð efna­hag. Með hverj­um mánuði sem líður án samn­ings verður dæmið erfiðara. Fjár­magna þarf þjón­ust­una og ekki litl­ir fjár­mun­ir und­ir. Ekki er ólík­legt að ný­gengi ör­orku vegna gigt­ar­sjúk­dóma og ann­ars stoðkerf­is­vanda muni aukast að óbreyttu. Ekki spar­ast neitt með því.

Hér þarf ein­beitt­an póli­tísk­an vilja ef standa á vörð um sátt­mál­ann um há­marks­kostnað sjúk­linga við nauðsyn­lega heil­brigðisþjón­ustu. Hann er úr sög­unni. Eða næst­um. Virðingu fyr­ir sjúk­ling­um þarf að auka og það sem þorri þjóðar vill í þess­um efn­um þarf að virða. Jafn­ræði í aðgengi að þjón­ust­unni er ekki fyr­ir hendi. Kostnaðarþakið hriplek­ur hjá sum­um. Mannúðin og virðing­in er á leiðinni út.

Sjúk­ling­ar eiga inni svör við mörg­um spurn­ing­um. Ef til vill fást svör­in á málþingi mál­efna­hóps ÖBÍ um málið miðviku­dag­inn 23. nóv­em­ber. Þar verður tæki­færi til að upp­lýsa um og skýra stöðuna.

Höf­und­ur er fram­kvæmda­stjóri Gigt­ar­fé­lags­ins.