Umsögn ÖBÍ réttindasamtaka um áform um lagasetningu til breytinga á lögum um ársreikninga, lögum um endurskoðendur og endurskoðun ofl. – innleiðing á sjálfbærnireikningsskilatilskipun ESB (CSRD).
Að mati ÖBÍ réttindasamtaka þurfa áformin um lagasetningu að ná til allra þátta í sjálfbærnireikningsskilatilskipun ESB (CSRD) en ekki valdra þátta eins og fram kemur í skjalinu um áform um lagasetningu.
Breytingarnar sem lagðar eru til í frumvarpinu eru mikilvægur liður í að stuðla að samræmi og gagnsæi sjálfbærni upplýsinga félaga sem gera markaðnum kleift að sjá og meta hver staða Íslands er í sjálfbærnimálum.
Þegar tilskipun ESB 2022/2464 um sjálfbærnireikningsskil (Corporate Sustainable Reporting Directive – CSRD) er lesin kemur í ljós að tilskipunin fjallar um fleiri þætti en loftlagsmál og græna fjárfestingar. Í tilskipuninni er fjallað um félagslega sjálfbærni sem taka til þátta eins og vinnuskilyrða starfsfólks, jafnréttis, fjölbreytileika, baráttu gegn mismunun, inngildingu og mannréttindi (sjá lið nr. 49 í tilskipuninni).
Ekkert um okkur án okkar.
Með vinsemd og virðingu,
Alma Ýr Ingólfsdóttir
formaður ÖBÍ
Gunnar Alexander Ólafsson
hagfræðingur hjá ÖBÍ
Áform um lagasetningu til breytinga á lögum um ársreikninga, lögum um endurskoðendur og endurskoðun ofl. – innleiðing á sjálfbærnireikningsskilatilskipun ESB (CSRD)
Mál nr. S-159/2024. Menningar- og viðskiptaráðuneytið.
Umsögn ÖBÍ, 30. ágúst 2024