Til viðbótar við stóru málin eru fjölmörg „minni“ mál. Þau eru ekki minna merkileg en minni lögmannsvinna fer í þau. Lögfræðingar skrifstofu ÖBÍ sinna jafnframt mörgum málum er varða:
- stjórnvaldskærur til ráðuneyta,
- kærur til úrskurðarnefnda,
- kvartanir til umboðsmanns Alþingis,
- minnisblöð og erindi til stjórnvalda
Málin eru öll fordæmisgefandi og hafa þýðingu fyrir mörg hundruð eða mörg þúsund manns. Hagsmunir málanna í krónum talið hlaupa á hundruðum milljóna eða nokkrum milljörðum króna hverju sinni (í þeim málum þar sem tekist er á um réttindi sem skila sér í beinum fjárgreiðslum fyrir skjólstæðinga ÖBÍ).