Króna fyrir krónu skerðing
ÖBÍ ásamt einstaklingi höfðuðu mál á hendur Tryggingastofnun. Var það gert í kjölfar þess að samþykkt voru á Alþingi lög um breytingu á áhrifum tekna á útreikning ellilífeyris. Byggt var á því að eftir tilkomu nýju laganna væri örorkulífeyristökum mismunað af íslenska ríkinu með ólögmætum hætti. Á grundvelli laga um félagslega aðstoð eru greiðslur á sérstakri uppbót lífeyris örorkulífeyristaka skertar „krónu á móti krónu“. Eftir tilkomu laganna sætti lífeyrir ellilífeyristaka ekki sömu skerðingum en staða örorkulífeyristaka var hin sama og fyrr og verri en ellilífeyristaka. Byggt er á því að brotið hefði verið gegn jafnræðisreglu 65. stjórnarskrárinnar og rétti til aðstoðar skv. 1. mgr. 76. gr. og eignarrétti skv. 72. gr. hennar.
Hæstiréttur hafnaði kröfum stefnanda. Rétturinn taldi ekki ómálefnalegt að markmið og stefna stjórnvalda í málaflokkum elli- og örorkulífeyristaka væri ekki eins í öllu tilliti og að ólíkar reglur hefðu ávallt gilt um áhrif tekna á einstaka bótaflokka hópanna.
» Dómur Hæstaréttar – mál nr. 9/2023
• Dómstig: Mannréttindadómstóll Evrópu •