Skip to main content

„Fatlað fólk á rétt á viðeigandi lífskjörum og rétt til sífellt batnandi lífsskilyrða til jafns við aðra.“

Samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks

Áherslur ÖBÍ réttindasamtaka

1

Hækkun örorkulífeyris almannatrygginga

Það er mikið réttlætismál að lífeyrir almannatrygginga hækki samkvæmt skýrum reglum, líkt og gildir til að mynda um þingfararkaup. Mikilvægt er að áratuga löng kjaragliðnun verði bætt með tímasettri áætlun.

Frítekjumörk vegna lífeyrissjóðstekna og fjármagnstekna hafa ekki hækkað síðan árið 2009 og er löngu tímabært að hækka þau.

2

Dregið verði verulega úr tekjutengingum

Mikilvægt er að dregið verði verulega úr hvers konar tekjutengingum þannig að örorkulífeyristakar njóti þeirra tekna sem þeir afla sér með hækkun frítekjumarka. Þá er ekki síður mikilvægt að tekjuskerðingar frá fyrstu krónu verði teknar út, en greiðsluflokkurinn „framfærsluuppbót“ skerðist enn um 65% vegna annarra tekna frá fyrstu krónu. Samhliða þarf að draga úr keðjuverkandi skerðingum á milli framfærslu- og stuðningskerfa.

Skerðingar vegna tekna eru gríðarlegar og með þeim hætti að öryrkjum er illmögulegt að bæta kjör sín.

3

Einföldun lífeyriskerfa og samspils þeirra á milli

Við leggjum áherslu á að kerfi almannatrygginga og lífeyrissjóða verði endurskoðuð og einfölduð. Víxlverkanir afnumdar og dregið verulega úr tekjuskerðingum.

Gott að vita

TR

Ef þú ert með skerta starfsgetu og ert á aldrinum 18-67 ára þá sér Tryggingastofnun (TR) um örorkumat þar sem færni er metin →

island.is

Hafir þú greinst með sjúkdóm eða slasast þannig að starfsgeta þín er skert þá átt þú rétt á lífeyri frá TR og lífeyrissjóðum.

TR

Fólk sem býr eitt eða með börnum á rétt á heimilisuppbót frá TR  →

TR skuld

TR hefur heimild til að fella niður uppgjörskröfur. Tengill á umsókn (PDF)  um niðurfellingu ofgreiðslukröfu TR  →

island.is

Um fjárhagsleg réttindi þín, örorkumat og fleira á vef stjórnvalda island.is →

Skattar

Hægt er óska eftir lækkun tekjuskatts- og útsvarsstofns hjá vegna áfalla, slysa, veikinda og þungrar framfærslu örorku →

Lífeyrissjóðir greiða elli- og örorkulífeyri til sjóðsfélaga sinna. Sótt er um örorkumat hjá þeim lífeyrissjóði sem síðast var greitt iðgjald til

obi.is

Um kjarahóp ÖBÍ réttindasamtaka og málþing →

Nýjast um kjaramál