Skip to main content

Aðgengi að öruggu og viðunandi húsnæði er ein af grundvallar forsendum þess að skapa velsældarsamfélag á Íslandi.

Aðgengi að húsnæði eitt og sér dugar þó skammt ef byrði húsnæðiskostnaðar er of þung og skortur á viðunandi þjónustu.

Gott að vita

Þú átt rétt á húsnæðisbótum frá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun (HMS) hvort sem þú leigir félagslega íbúð eða á almennum markaði. →

HMS

Fatlað fólk á rétt á sérstökum lánum vegna breytinga á eigin húsnæði hjá HMS →

HMS

Sótt er um húsnæðisbætur til Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar hms.is →

TR

Fólk sem býr eitt eða með börnum á rétt á heimilisuppbót frá TR. →

obi.is

Húsnæðishópur ÖBÍ réttindasamtaka →

island.is

Upplýsingar um réttindi þín til búsetu á vef stjórnvalda island.is →

BRYNJA

Brynja leigufélag er með 860 íbúðir til leigu fyrir fatlað fólk um land allt  →

Sveitarfélögin veita fólki sem lifir við fátækt fjárhagslegan stuðning til að greiða húsaleigu:

 

» Akureyrarbær

» Hafnarfjörður

» Kópavogsbær

» Reykjanesbær

» Reykjavíkurborg

Sveitarfélögin hafa lögbundna skyldu til að útvega fólki húsnæði sem þess þarfnast. →

RVK

Sótt er um félagslegt húsnæði hjá Velferðarsviði Reykjavíkurborgar. →

RVK

Húsnæði fyrir fatlað fólk í Reykjavík. 1. Sértækt húsnæði 2. Húsnæði með stuðningi. →

leigjendur.is

Leigjendaaðstoð Neytendasamtakanna  →

Áherslur ÖBÍ réttindasamtaka

1

Fjölgun og fjölbreyttari húsnæðisúrræði

Brýnt er að tryggja fötluðu fólki öruggt húsaskjól og fjárhagslegt aðgengi að húsnæði og þjónustu í samræmi við ákvæði SRFF. Því þarf stjórnsýslan á öllum stigum að leggja fram langtíma áætlanir í húsnæðismálum, fyrir auknu húsnæði í formi hagkvæmra íbúða, leiguíbúða og félagslegra íbúða sem tryggir sjálfbæra þróun á húsnæðismarkaði fyrir alla, þ.m.t. fatlað fólk.

Þegar litið er til rannsóknar á húsnæðismálum fatlaðs fólk (RHFF) sem unnin var af Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands fyrir ÖBÍ – réttindasamtök árið 2022, kemur í ljós að 58% fatlaðs fólks býr í eigin húsnæði sem er 20% minna en landsmenn almennt samkvæmt tölum Hagstofu Íslands. 70% fatlaðs fólks sem býr í eigin húsnæði var ekki með örorkumat þegar þau eignuðust húsnæði sitt samkvæmt RHFF.

Kaup, leiga eða kaupleiga með fjölbreyttum lánamöguleikum, þurfa að vera valkostir sem gagnast lægstu tekjuhópunum. Óhagnaðardrifin leigufélög þurfa að höfða til stærri hópa samfélagsins. Það þarf að útrýma skömm vegna búsetu í húsnæði í eigu sveitarfélags eða óhagnaðardrifins leigufélags (SRFF 28.gr.).

2

Þjónusta áháð búsetu

Samkvæmt skýrslu starfshóps um heildarendurskoðun laga nr. 38/2018 frá árinu 2022 búa 138 fatlaðir einstaklingar á hjúkrunarheimilum fyrir eldra fólk sökum skorts á viðeigandi búsetuúrræðum. Við innlögn á hjúkrunarheimili og aðrar sjúkrastofnanir má gera ráð fyrir því að sjálfstæði, mannréttindum og lífsgæðum einstaklings sé fórnað.

Fatlað fólk má ekki vera þvingað inn á hjúkrunarheimili og verður að eiga val um aukna þjónustu heim eða notendastýrða persónulega aðstoð (NPA).

Sveitarfélög verða að tryggja fötluðu fólki viðeigandi magn íbúða sem hentar fjölbreyttum aðstæðum. Fatlað fólk á að vera heimilt að sækja um félagslega íbúð í því sveitarfélagi þar sem það kýs að búa, til jafns við aðra, óháð því í hvaða sveitarfélagi það hefur lögheimili. Brýnt er að hefja strax sjálfbæra uppbyggingu á fjölbreyttum húsnæðiskosti og íbúðakjörnum fyrir fólk með fötlun þar sem tekið verði tillit til plássfrekra hjálpartækja og mismunandi þjónustuþarfa.

Fatlað fólk verður að eiga val um NPA eða aukna þjónustu heim. Vist ungs fólks á hjúkrunarheimili á að vera valkostur við aðra stuðningsþjónustu (SRFF: 4., og 19. gr.).

3

Styrkur til breytinga á húsnæði

Meirihluti íbúðarhúsnæðis á Íslandi er óaðgengilegur fötluðu fólki og þjóðin er skarpt að eldast. Við þurfum húsnæði sem er aðgengilegt og endist. Brýnt er að endurvekja styrki til breytinga á húsnæði, enda um gríðarlegt lífsgæðamál að ræða.

Með aukinni innleiðingu á algildri hönnun við uppbyggingu almennra sem og sértækra íbúða getur eldra fólk búið lengur í eigin íbúðum. Í 4. gr. sérstakrar skýrslu Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks frá 2019 kemur fram að u.þ.b. 46% eldra fólks í heiminum glími við einhverskonar skerðingar.

Sértækar breytingar á húsnæði geta verið kostnaðarsamar og því farsælast að almennar íbúðir framtíðarinnar henti öllum en ekki sumum. ÖBÍ – réttindasamtök leggja áherslu á að algild hönnun og aðgengi fyrir alla verði leiðarstef þingsályktunartillögunnar sem og í öðrum uppbyggingar- og áætlunargerðum stjórnvalda.

Endurvekja þarf styrki til breytinga á húsnæði í kjölfar fötlunar, enda um gríðarlegt lífsgæðamál að ræða (SRFF: 4., og 9. gr.).

4

Þjónustuna heim

Samkvæmt skýrslu starfshóps um heildarendurskoðun laga nr. 38/2018 frá árinu 2022 búa 138 fatlaðir einstaklingar á hjúkrunarheimilum fyrir eldra fólk sökum skorts á viðeigandi búsetuúrræðum. Við innlögn á hjúkrunarheimili og aðrar sjúkrastofnanir má gera ráð fyrir því að sjálfstæði, mannréttindum og lífsgæðum einstaklings sé fórnað. Fatlað fólk má ekki vera þvingað inn á hjúkrunarheimili og verður að eiga val um aukna þjónustu heim eða notendastýrða persónulega aðstoð (NPA).

Sveitarfélög verða að tryggja fötluðu fólki viðeigandi magn íbúða sem hentar fjölbreyttum aðstæðum. Fatlað fólk á að vera heimilt að sækja um félagslega íbúð í því sveitarfélagi þar sem það kýs að búa, til jafns við aðra, óháð því í hvaða sveitarfélagi það hefur lögheimili. Brýnt er að hefja strax sjálfbæra uppbyggingu á fjölbreyttum húsnæðiskosti og íbúðakjörnum fyrir fólk með fötlun þar sem tekið verði tillit til plássfrekra hjálpartækja og mismunandi þjónustuþarfa.

Fatlað fólk verður að eiga val um NPA eða aukna þjónustu heim. Vist ungs fólks á hjúkrunarheimili á að vera valkostur við aðra stuðningsþjónustu (SRFF: 4., og 19. gr.).

Útgáfa

Húsnæðismál fatlaðs fólks

Skýrsla ÖBÍ réttindasamtaka um húsnæðismál fatlaðs fólks.

Niðurstöður rannsóknar sem gerð var á húsnæðismálum fólks með 75% örorkumat leiddu í ljós að miklum mun fleiri öryrkjar eru á leigumarkaði en aðrir fullorðnir.

Mun færri öryrkjar eiga fasteign og þeir öryrkjar sem eiga fasteign eignuðust hana almennt áður en þeir urðu öryrkjar.

Nýjast um húsnæðismál