Skip to main content

„Fatlað fólk á sama rétt og aðrir til atvinnu og því má ekki mismuna fólki á vinnumarkaði á grundvelli fötlunar.“

Samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks

Áherslur ÖBÍ réttindasamtaka

1

Atvinnustefna

Stjórnvöld setji sér opna atvinnustefnu án aðgreiningar. Hið opinbera setji fordæmi og skapi hlutastörf fyrir fatlað fólk. Skapaðar verði aðstæður þar sem fólk með skerta starfsgetu verði hluti af hinum almenna vinnumarkaði.
2

Fjölbreytileiki

Fjölga verður sveigjanlögum störfum á öllum sviðum atvinnulífsins. Atvinnuþátttaka fatlaðs fólks í samfélaginu er virðisauki fyrir samfélagið allt.
3

Viðeigandi aðlögun

Mikilvægt er að tryggð sé viðeigandi aðlögun á vinnumarkaði og sérstakur sjóður stofnaður í þeim tilgangi að mæta kostnaði atvinnurekenda vegna aðlögunar eða hjálpartækja.

Gott að vita

Vissir þú að frí­tekju­mark fólks sem fær ör­orkulífeyri hækkaði í 200 þúsund krónur á mánaði (2,4 milljónir) 1. janúar 2023  →

Alfreð

„Alfreð er stærsti atvinnuleitarmiðill á Íslandi. Með Alfreð appinu er hægt að vakta, skoða og sækja um störf, hvar og hvenær sem er“ →

VMS

Vinnumálastofnun býður upp á þjónustu fyrir fyrirtæki og stofnanir sem fagna fjölbreytileikanum og ráða fólk með skerta starfsgetu. →

RVK

Reykjavíkurborg hvetur fatlað fólk til að sækja um auglýst störf hjá borginni →

TR

Mikilvægt er að áætla og skrá atvinnutekjur nákvæmlega í tekjuáætlun TR  →

TR

„Lífeyrisþegar geta óskað eftir mánaðaskiptingu atvinnutekna við útreikning lífeyrisréttinda …“ →

AMS

Atvinna með stuðningi er fyrir fólk sem þarfnast aðstoðar til að fá vinnu á almennum vinnumarkaði 

obi.is

Um atvinnu- og menntahóp ÖBÍ réttindasamtaka →

Nýjast um atvinnumál