Skip to main content

Bætt aðgengi fatlaðs fólks að samfélaginu bætir aðgengi allra.

Aðgengi fyrir alla felur í sér að fatlað fólk geti lifað eins sjálfstæðu lífi og hægt er án hindrana og sérstakra ráðstafana. Það á meðal annars við um byggingar og umhverfi, samgöngur, upplýsingar og samskiptatækni.

Áherslur ÖBÍ réttindasamtaka

1

Algild hönnun

Stjórnvöld tryggi réttindi fatlaðs fólk um aðgengi fyrir alla með lögum og setji upp þá ramma sem nauðsynlegir þykja til að fylgjast með því að þau séu virt. Lög og reglur eiga að sjá til þess að unnið eftir hugmyndafræði algildrar hönnunar svo gagnist öllum sem best.

2

Mannvirki

Fatlað fólk á að geta farið um mannvirki án hindrana, hvort sem það eru byggingar, götur og torg eða ferðamannastaðir.

3

Samgöngur

Almenningssamgöngur eiga að vera aðgengilegar fötluðu fólki og á að gæta þess í útboði og innkaupum á samgöngutækjum, hvort sem það eru flugvélar, bátar og skip eða strætó og rútur.

4

Stafrænt aðgengi

Stafrænt aðgengi er forsenda þess að fatlað fólk geti leitað sér upplýsinga til þekkingar, menntunar, nýtt sér stafræna þjónustu og verið á vinnumarkaðnum.

Gott að vita

P-merki

Sækja um stæðiskort fyrir hreyfihamlaða á island.is  →

Tengill á upplýsingasíðu um stæðiskort á island.is

HMS

Fatlað fólk á rétt á sérstökum lánum vegna breytinga á eigin húsnæði hjá HMS →

Tengill á hms.is
Persónulegir talsmenn geta nú aðstoðað fatlað fólk við að nálgast stafræn erindi á island.is  →
Tengill á island.is

Harpan

Hagnýtar upplýsingar um bílastæðahús Hörpu tónlistarhúss. →

Tengill á harpa.is

HMS

Upplýsingasíða Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar um algilda hönnun mannvirkja. Leiðbeiningar fyrir arkitekta og byggingaraðila. Lög og reglur. →

Tengill á hms.is

Sja.is

Fyrirtækið Sjá sér um aðgengisúttektir á vefjum  →

Tengill á sja.is

Stæðiskort

Notkun stæðiskorta fyrir hreyfihamlað fólk. →

Tengill á leiðbeiningar á obi.is

Leiðarlínur og athyglissvæði

Nýjar leiðbeiningar (2025, apríl) um lagningu á leiðarlínum og athyglissvæðum / leiðarlínukerfi innanhúss eru til að skapa gott aðgengi fyrir blinda og sjónskerta. →

Tengill á leiðbeiningar um leiðarlínur

Aðgengi á vinnustöðum

Gátlisti til þess gerður að hjálpa fyrirtækjum og stofnunum að tryggja aðgengi fyrir fatlað fólk, hvort sem það er fyrir starfsfólk eða viðskiptavini. →

Tengill á gátlista um aðgengi á vinnustöðum

Aðgengi fyrir öll

Hugmyndafræðin og algild hönnun. Hvað felst í aðgengi allra að mannvirkjum, samgöngum og upplýsingum? Hvað er stafrænt aðgengi? →

Tengill á upplýsingagátt um aðgengi fyrir öll

Aðgengi að viðburðum

Leiðbeiningar um undirbúning og framkvæmd viðburða eins og málþingum, ráðstefnum og hátíðum. Markmiðið er að tálma ekki aðgengi fatlaðs fólks. Einnig má nýta leiðbeiningarnar sem gátlista fyrir viðburðahaldara. →

Tengill á síðu obi.is

Aðgengilegar kosningar

Ný kosningalög nr. 112/2021 tóku gildi 1. janúar 2022. Af því tilefni var gátlisti  unninn af Félags- og  vinnumarkaðsráðuneytinu og byggir á ábendingum frá málefnahóp ÖBÍ um aðgengi.. →

Algild hönnun • samstarf

ÖBÍ hóf samstarf vorið 2022 um upplýsingagjöf um algilda hönnun við arkitektafélögin, Húsnæðis- og mannvirkjastofnun (HMS) og félag byggingafræðinga til að bæta upplýsingar og leiðbeiningar um algilda hönnun →

Tengill á frétt á obi.is

Algild hönnun utandyra

Hönnuðir, arkitektar og verkfræðingar! Leiðbeiningarit [PDF] fyrir þau sem bera ábyrgð á skipulagningu almenningsrýma með áherslu á helstu aðgengisþarfir fatlaðs fólks.  Ritið er stuðningur við byggingarreglugerð . →

Flugleiðbeiningar

Leiðbeinandi gátlisti fyrir fólk með fatlanir og aðrar skerðingar. Málefnahópur ÖBÍ um aðgengismál vann leiðbeiningar í virku samráði við þjónustuaðila og stofnanir, eins og Isavia og Icelandair. →

Ferðaþjónusta

Í samvinnu við Húsnæðis- og mannvirkjastofnun, Sjálfsbjörg og ÖBÍ réttindasamtök hefur Ferðamálastofa sett af stað fræðslu-og hvatningarverkefni undir nafninu Gott aðgengi. . →

Tengill á ferdamalastofa.is

Nýjast um aðgengismál