

”Bætt aðgengi fatlaðs fólks að samfélaginu bætir aðgengi allra.
Aðgengi fyrir alla felur í sér að fatlað fólk geti lifað eins sjálfstæðu lífi og hægt er án hindrana og sérstakra ráðstafana. Það á meðal annars við um byggingar og umhverfi, samgöngur, upplýsingar og samskiptatækni.
Sækja um stæðiskort fyrir hreyfihamlaða á island.is →
Fatlað fólk á rétt á sérstökum lánum vegna breytinga á eigin húsnæði hjá HMS →
Hagnýtar upplýsingar um bílastæðahús Hörpu tónlistarhúss. →
Upplýsingasíða Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar um algilda hönnun mannvirkja. Leiðbeiningar fyrir arkitekta og byggingaraðila. Lög og reglur. →
Fyrirtækið Sjá sér um aðgengisúttektir á vefjum →
Notkun stæðiskorta fyrir hreyfihamlað fólk. →
Nýjar leiðbeiningar (2025, apríl) um lagningu á leiðarlínum og athyglissvæðum / leiðarlínukerfi innanhúss eru til að skapa gott aðgengi fyrir blinda og sjónskerta. →
Gátlisti til þess gerður að hjálpa fyrirtækjum og stofnunum að tryggja aðgengi fyrir fatlað fólk, hvort sem það er fyrir starfsfólk eða viðskiptavini. →
Hugmyndafræðin og algild hönnun. Hvað felst í aðgengi allra að mannvirkjum, samgöngum og upplýsingum? Hvað er stafrænt aðgengi? →
Leiðbeiningar um undirbúning og framkvæmd viðburða eins og málþingum, ráðstefnum og hátíðum. Markmiðið er að tálma ekki aðgengi fatlaðs fólks. Einnig má nýta leiðbeiningarnar sem gátlista fyrir viðburðahaldara. →
ÖBÍ hóf samstarf vorið 2022 um upplýsingagjöf um algilda hönnun við arkitektafélögin, Húsnæðis- og mannvirkjastofnun (HMS) og félag byggingafræðinga til að bæta upplýsingar og leiðbeiningar um algilda hönnun →
Í samvinnu við Húsnæðis- og mannvirkjastofnun, Sjálfsbjörg og ÖBÍ réttindasamtök hefur Ferðamálastofa sett af stað fræðslu-og hvatningarverkefni undir nafninu Gott aðgengi. . →