Taka þarf mið af gildandi auglýsingu og tilmælum hverju sinni.
Þegar smitum fer fjölgandi er mikilvægt að takmarka náið samneyti við ákveðinn fjölda fólks með það að markmiði að forðast smit.
Heimsóknir til einstaklinga sem eru í áhættu fyrir alvarlegri sýkingu af völdum COVID-19 eru takmarkaðar.
Mikilvægt er að sýna fyllstu varkárni, fara eftir almennum grundvallarreglum varðandi handþvott og sóttvarnir, halda 1-2 metra fjarlægð á milli þín og gesta eins og unnt er. Athugið að 2 metra fjarlægð veitir meira öryggi en 1 metra fjarlægð.
-
Aðlagið fjölda heimsókna og gesta að aðstæðum í ljósi þess að smit getur borist inn á heimili með gestum.
- Ávallt þarf að hafa í huga hversu mörg staðfest smit eru í sveitarfélaginu.
- Huga þarf að aðstæðum á heimili og hversu mörgum er hægt að taka á móti og halda um leið 1-2 metra regluna.
- Hægt er að byrja með 1-2 nána aðila á viku, forðast snertingu og tryggja 1-2 metra regluna.
Góð ráð til þess að forðast smit
- Gestir þvo hendur og spritta í kjölfarið við komu og við brottför.
- Gott er að forðast beina snertingu við íbúa eins og hægt er.
- Gestir beðnir að virða 1-2 metra nálægðartakmörk við næsta mann eins og verða má.