„Við erum ekkert undrandi á því að fólk hafi samband og vilji vita hvaða áhrif þessir kjarasamningar hafa á okkar fólk,“ segir Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður ÖBÍ. „Það er ýmislegt jákvætt í þessum samningum, sýnist mér, og eðlilega hefur fólk væntingar til þess að það skili sér til okkar hóps. Ég hef núna í morgun sett mig í samband við stjórnvöld til að fá skýra mynd af því hvernig „lífskjarasamningurinn“ mun bæta kjör örorkulífeyrisþega,“ segir Þuríður Harpa.
Það má nefna að vegna þrýstings frá ÖBÍ þá beitti ASÍ sér mjög fyrir því að ná fram skattalækkunum fyrir tekjulægsta hópinn, sem nú verður að veruleika.
Eins og fyrr segir eru símarnir búnir að vera rauðglóandi á skrifstofu ÖBÍ í morgun og einnig hafa komið fyrirspurnir og hvatning í gegnum síðu ÖBÍ á Facebook. Þar á meðal þetta skeyti: