Skip to main content
Frétt

Hafa tekjur öryrkja hækkað eins og tekjur annarra?

By 28. mars 2019No Comments

Hafa tekjur öryrkja hækkað eins og tekjur annarra? Svona spyr Bergþór Heimir Þórðarson, varaformaður málefnahóps ÖBÍ um kjaramál, í erindi sínu á málþingi hópsins: Eru öryrkjar fólkið með breiðu bökin?

Bergþór fjallar um þróun lífeyris og tekna öryrkja í samanburði við þjóðfélagið í heild. Hann kemst að þeirri niðurstöðu að mikil kjaragliðnun hefur átt sér stað. Bilið á milli tekna öryrkja og annarra hefur breikkað um 65 prósent frá því rétt um aldamót og um á þriðja tug prósenta á síðasta rúmum áratug. Glærur Bergþórs má sjá hér, og upptöku af erindi hans hér að neðan.