Ályktun stjórnar ÖBÍ 22. nóvember 2018
Orð skulu standa!
Hvar er virðingin?
Stjórn ÖBÍ lítur á afgreiðslu annarrar umræðu um fjárlagafrumvarpið sem alvarleg svik við gefin loforð.
Stjórn ÖBÍ krefst þess að þeir 4 milljarðar sem lofað var að settir yrðu í almannatryggingakerfið til að hefja leiðréttingar á kjörum öryrkja skili sér án tafar.
Stjórn ÖBÍ lýsir eftir því „góða samráði “ sem ríkisstjórnin er stöðugt að hreykja sér af.
Óskertur örorkulífeyrir er einungis 238.594 kr. á mánuði.