Samkvæmt upplýsingum frá Strætó nær þessi hugsanlegi gagnaleki ekki til Klapp greiðslukerfisins, þar sem það er hýst á vefþjón í Noregi, sem og „mínar síður“ hjá Strætó.
Hins vegar urðu gögn akstursþjónustunnar Pant hugsanlega fyrir barðinu á tölvuþrjótunum. Sem varúðarráðstöfun þá hefur Strætó sent skilaboð á alla notendur sem eru með aðgang að Mínum síðum eða Travelmate hjá Pant og beðið þá um að breyta lykilorðinu sínu.
Upplýsingafulltrúi Strætó undirstrikar að hér er einungis um varúðarráðstöfun að ræða, ekki sé vitað á þessari stundu hvort, og þá hvaða gögnum úr akstursþjónustunni hafi verið lekið.
Strætó hefur í kjölfarið sent eftirfarandi póst til allra notenda Pant: