
Mér er algjörlega misboðið að hlusta á málflutning Steingríms J. Sigfússonar, sem finnst nógu gott fyrir öryrkja að hafa ENN krónu á móti krónuskerðinguna. Þessa sérstöku framfærsluuppbót sem er skert 100%. Þessi sérstaka uppbót til framfærslu lífeyrisþega sem skert hefur verið krónu á móti krónu – var sett árið 2008 með Reglugerð nr. 878/2008. Þetta var gert og kom til framkvæmda árið 2008 í tíð Jóhönnu Sigurðardóttur þáverandi félagsmálaráðherra í ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar, svo því sé haldið til haga.