Málefnahópar
Starf málefnahópanna er hryggjarstykkið í málefnavinnu ÖBÍ og gerir það mögulegt að berjast fyrir réttindum á mörgum stöðum á sama tíma. Sex málefnahópar starfa innan ÖBÍ og koma fulltrúar í hópunum úr aðildarfélögum bandalagsins.
Hlutverk hópanna
er að leggja fram tillögur í hagsmunamálum í samræmi við áherslur stefnuþings.
Helstu viðfangsefni
- Vinna markvisst að skilgreindum áherslum hvers hóps
- Vinna í samræmi við samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks (SRFF)
- Vinna gegn fordómum og að því að auka sýnileika fatlaðs fólks í samfélaginu
- Vinna að félagslegu jafnrétti og gegn kerfislegu ójafnrétti
Vekja athygli á málefnum viðkomandi hóps meðal almennings og fjölmiðla - Hafa virkt eftirlit með stjórnvöldum
- Vekja athygli stjórnvalda á stöðu fatlaðs fólks
- Upplýsa, bregðast við og leiða breytingar t.d. með ritun umsagna og tillögum að breytingum á lögum og reglugerðum
- Þátttaka í nefndum og ráðum eftir þörfum
Kröfur til fulltrúa
- Vera virkir, hafa tíma aflögu og áhugasamir um starfið í hópnum
- Þverskurður fólks úr aðildarfélögunum, sem hefur víðtæka þekkingu og/eða reynslu
Aðföng
Til að málefnahóparnir geti sinnt hlutverki sínu þurfa þeir eftirfarandi:
- Skýrar áætlanir og ramma
- Að meðlimir hópsins afli sér upplýsinga, þekkingar og fræðslu um SRFF
- „S-in þrjú:“ Samtal, samráð og samstarfVið aðra málefnahópa þar sem hlutverk þeirra skarast
- Regluleg samskipti við aðildarfélög, hagsmunafélög og aðra aðila
Aðgengi að:
- Sérfræðingum í málefnum hvers hóps
- Stjórnvöldum og fólki innan stjórnsýslunnar
- Fjölmiðlum
- Samfélagsmiðlum
- Fjármagni til að halda málþing, ráðstefnur eða aðrar afurðir hópsins til að vekja athygli á málefnum
Stuðning frá:
- Skrifstofu ÖBÍ
- Stjórn ÖBÍ
- Öðrum málefnahópum
- Aðildarfélögum
Hlutverk formanns málefnahóps
- Leiðtogi – í forsvari fyrir hópinn, leiðir starf hans á jafnréttisgrunni
- Tengiliður við stjórn ÖBÍ
- Leiði starf hópsins í samræmi við tilgang hans og markmið
Helstu viðfangsefni:
- Samskipti við starfsmann og við aðra meðlimi hópsins
- Leiðtogi og talsmaður
- Kemur fram fyrir hönd hópsins
- Virkjar meðlimi
- Annast samskipti við stjórnvöld í samvinnu við starfsmann hópsins
- Fundarstjórn
- Stjórnar fundum
- Ákveður dagskrá funda í samvinnu við starfsmann hópsins
- Tryggir upplýsingaflæði til og frá stjórn ÖBÍ
- Verkstjórn
- Forgangsraðar málum til úrvinnslu
- Ákveður helstu áhersluatriði í samvinnu við hópinn
- Útdeilir verkefnum til annarra meðlima hópsins
- Veitir upplýsingar og tekur þátt í vinnu við umsagnir og annað sem til fellur
- Undirbýr afurðir* hópsins
- Annast upplýsingaflæði til aðildarfélaga og annarra hagsmunasamtaka og á samráð við þau þegar við á
- Tekur þátt í ritun umsagna
- Greinaskrif
- Tekur þátt í nefndum og ráðum
Til að sinna hlutverki sínu þarf formaður að hafa:
-
- Gott aðgengi að nauðsynlegum upplýsingum
- Stuðning frá og aðgengi að starfsmanni, skrifstofu og stjórn
- Laun
- Aðgengi að utankomandi sérfræðingum
- Fjármagn
- Aðgengi að fundaraðstöðu
- Aðgengi að öðrum meðlimum hópsins
*Afurðir hópsins geta verið málþing, ráðstefnur, hlaðvörp eða annað
Hlutverk varaformanns málefnahóps
Er að vera staðgengill formanns.
Helstu viðfangsefni:
- Leysir formann af ef formaður forfallast
- Stígur inn ef þörf krefur
- Þarf að vera virkur í starfi hópsins
Til að sinna hlutverki sínu þarf varaformaður að hafa:
- Aðgengi að upplýsingum
- Stuðning frá starfsmanni, skrifstofu og stjórn ÖBÍ
Starfsmaður málefnahóps
Hlutverk starfsmanns málefnahóps:
- Sjá um skipulagningu starfsins og halda utan um vinnu hópsins.
- Vera tengiliður við skrifstofu og brú við formannaskipti.
Helstu viðfangsefni:
- Skjalastjórn
- Halda utan um hugmyndir, gögn og efni
- Verkefnastjórnun
- Skipulagning viðburða
- Boðun funda fyrir hönd formanns
- Samskipti við formann
- Utanumhald um aðföng hópsins
- Vinna að þeim verkefnum sem hópurinn felur honum
- Bregðast við ófyrirséðum uppákomum og í framhaldi, ef ástæða er til, virkja / upplýsa hópinn í samráði við formann
Fulltrúar og varafulltrúar
Hlutverk fulltrúa í málefnahópi:
- Vera tengiliður og miðla upplýsingum milli aðildarfélaga og málefnahóps
- Nýta sérþekkingu og tengslanet eigin aðildarfélags í þágu verkefna málefnahópsins
- Þátttaka í vinnu hópsins
Helstu viðfangsefni fulltrúa og varafulltrúa eru:
- Vinna að stefnumótun málefnahópsins og framgangi stefnunnar
- Hugmyndavinna
- Ákvarðanataka
- Gagnaöflun
- Greinaskrif
- Að vera virkur þátttakandi í starfi hópsins
- Mæta á málefnahópsfundi
- Vinna verkefni milli funda
- Koma að skipulagningu viðburða og annarra verkefna hópsins
- Taka þátt í kynningum, málþingum, myndböndum, hlaðvarpi eða öðrum afurðum hópsins
- Sinna öðrum þeim verkefnum sem formaður felur viðkomandi
Til að sinna hlutverki sínu þurfa fulltrúar og varafulltrúar málefnahópa að hafa:
- Aðgang að starfsmanni málefnahópsins
- Aðgang að gögnum
- Aðgang að fundaraðstöðu
- Túlkun og aðra aðstoð ef á þarf að halda