Skip to main content
Hvatningarverðlaunin hafa verið þrí- til fjórskipt frá árinu 2007 til ársins 2021 þegar ákveðið var að verðlaunin yrðu ein og óskipt.

2023

Bíó Paradís

fyrir frumkvæði að aðgengi fyrir alla með sérstöku tilliti til ólíkra hópa.

2022

Ferðamálastofa

fyrir „Gott aðgengi í ferðaþjónustu“

2021

Haraldur Þorleifsson

fyrir verkefnið Römpum upp Reykjavík

2020

Sunna Dögg Ágústdóttir

fyrir að vera ötull talsmaður ungs fólks með þroskahömlun (í flokki  einstaklinga)

 

Íþróttafélagið Ösp

fyrir að standa að íþróttaæfingum og mótum fyrir börn með fötlun síðan 1980 (í flokki fyrirtækja/stofnana)

 

Pepp Ísland

fyrir þrotlausa baráttu gegn fátækt og félagslegri einangrun öryrkja og fleiri minnihlutahópa (í flokknum umfjöllun/kynning)

 

SÍBS

fyrir að vera leiðandi í atvinnumálum öryrkja og fólks með skerta starfsgetu og að hafa leitast við að draga fram jákvæð samfélagsleg áhrif með atvinnu fyrir alla (í  flokki verkefna innan aðildarfélaga ÖBÍ)

2019

Sólveig Ásgrímsdóttir

fyrir að skrifa bókina Ferðalag í flughálku, sem er fyrsta bókin á íslensku sem fjallar um ADHD og unglinga og hvað þeir eru að takast á við (í flokki einstaklinga)

 

Réttinda Ronja – landssamtök íslenskra stúdenta

fyrir að setja upp heimasíðu og gagnabanka þar sem hægt er að nálgast nákvæmar og réttar upplýsingar um réttindi fatlaðra nemenda á einstaklingsmiðaðan hátt (í flokki fyrirtækja/stofnana)

 

Stundin – fréttamiðill

fyrir vandaða umfjöllun um málefni öryrkja, sjúklinga og eillilífeyrisþega (í flokknum umfjöllun/kynning)

 

Einhverfusamtökin

fyrir heimildamyndina „Að sjá hið ósýnilega“ (í flokki verkefna innan aðildarfélaga ÖBÍ)

2018

Rúnar Björn Herrera Þorkelsson

fyrir baráttu sína fyrir málstað fatlaðs fólks og sér í lagi innleiðingu á notendastýrðri persónulegri aðstoð (NPA) (í flokki einstaklinga)

 

Bataskóli Íslands

fyrir þátttöku í því að skapa úrræði fyrir þá sem þurfa stuðning við að koma lífi sínu í réttan farveg (í flokki fyrirtækja/stofnana)

 

Knattspyrnusamband Íslands

fyrir ómetanlegan stuðning við kynningarátak Parkinsonsamtakanna „Sigrum Parkinson“ (í flokknum umfjöllun/kynning)

 

MS – félag Íslands

fyrir útgáfu sex fræðslubæklinga „MS sjúkdómurinn er áskorun“ (í flokki verkefna innan aðildarfélaga ÖBÍ)

2017

Hlín Magnúsdóttir

fyrir brennandi áhuga og frumkvæði að fjölbreyttum kennsluaðferðum (í flokki einstaklinga)

 

TravAble

fyrir hönnun og þróun á smáforriti sem gefur upplýsingar um aðgengi fyrir hreyfihamlað fólk og fólk með sérþarfir (í flokki fyrirtækja/stofnana)

 

RÚV

fyrir að kynna og sýna þættina „Með okkar augum“ á besta áhorfstíma (í flokknum umfjöllun/kynning)

2016

Friðrik Sigurðsson

fyrir störf sín í þágu fólks með þroskahömlun og aðstandenda þeirra (í flokki einstaklinga)

 

Dagsól ehf. – verslunin Next

fyrir metnaðarfulla starfsmannastefnu sem meðal annars felur í sér að ráða fólk með skerta starfsgetu (í flokki fyrirtækja/stofnana)

 

Tabú

fyrir fræðslu og markvissa umfjöllun um stöðu fatlaðs fólks í samfélaginu (í flokknum umfjöllun/kynningar)

2015

Brynjar Karl Birgisson

fyrir Lego-verkefnið „Titanic“ og söguna „Minn einhverfi stórhugur“ (í flokki einstaklinga)

 

Sjónarhóll

fyrir ráðgjöf og dyggan stuðning við réttindabaráttu foreldra barna með sérþarfir (í flokki fyrirtækja/stofnana)

 

Snædís Rán Hjartardóttir

fyrir baráttu sína við stjórnvöld vegna synjunar á túlkaþjónustu (í flokki umfjöllunar/kynningar)

2014

Ólafur Ólafsson

fyrir að helga líf sitt íþróttum fatlaðs fólks (í flokki einstaklinga)

 

Háskóli Íslands

fyrir starfstengt diplómanám fyrir fólk með þroskahömlun (í flokki fyrirtækja/stofnana)

 

Arnar Helgi Lárusson

fyrir frumkvæði að átakinu „Aðgengi skiptir máli“ (í flokki umfjöllunar/kynningar)

2013

Margrét M. Norðdahl

fyrir að tengja saman listsköpun fatlaðra og ófatlaðra með listahátíðinni List án landamæra (í flokki einstaklinga)

 

GÆS kaffihús

fyrir að koma á fót og standa fyrir rekstri eigin kaffihúss og brjóta múra í vinnumálum þroskahamlaðra (í flokki fyrirtækja/stofnana)

 

Sendiherraverkefni

fyrir markvissa kynningu á sáttmála Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks á vernduðum vinnustöðum, í framhaldsskólum og í félagsþjónustu um allt land (í flokki umfjöllunar/kynningar)

2012

Inga Björk Bjarnadóttir

fyrir að vera öðrum fyrirmynd og berjast fyrir bættu aðgengi og þjónustu fyrir fatlað fólk í Borgarbyggð (í flokki einstaklinga)

 

Gerpla fimleikafélag

fyrir að hafa, eitt íþróttafélaga, boðið upp á fimleikaþjálfun fyrir fólk með þroskahamlanir allt frá árinu 1997 (í flokki fyrirtækja/stofnana)

 

Lára Kristín Brynjólfsdóttir

fyrir baráttu og hugrekki við að vekja umræðu um einhverfu og auka skilning almennings og heilbrigðisyfirvalda á stöðu fullorðinna á einhverfurófi (í flokki umfjöllunar/kynningar)

2011

Bergþór Grétar Böðvarsson

fyrir að stuðla að jákvæðri og uppbyggilegri umræðu um geðsjúkdóma á Íslandi (í flokki einstaklinga)

 

Hestamannafélagið Hörður

fyrir frumkvöðlastarf í hestaíþróttum fatlaðra barna og unglinga (í flokki fyrirtækja/stofnana)

 

Umsjónarfólk sjónvarpsáttarins „Með okkar augum“

fyrir frumkvöðlastarf í íslenskri dagskrárgerð (í flokki umfjöllunar/kynningar)

2010

Harpa Dísa Harðardóttir

fyrir metnaðarfullt starf við gerð orlofshúss með góðu aðgengi fyrir fatlað fólk og áralanga baráttu fyrir réttindum þess (í flokki einstaklinga)

 

Reykjadalur

fyrir ötult starf í þágu fatlaðra barna og ungmenna með rekstri sumarbúða og helgardvalar að vetri (í flokki fyrirtækja/stofnana)

 

Margrét Dagmar Ericsdóttir

fyrir myndina Sólskinsdrengurinn, sem aukið hefur skilning almennings á margbreytileika einhverfu (í flokki umfjöllunar/kynningar)

2009

Edda Heiðrún Backman

fyrir mikinn styrk, kjark og áræðni í að bæta aðstöðu sjúkra og fatlaðra, m.a. með söfnunarátakinu „Á rás fyrir Grensás“ (í flokki einstaklinga)

 

SÍBS

fyrir fyrirmyndaraðgengi við SÍBS-húsið, Síðumúla 6 (í flokki fyrirtækja)

 

Öskjuhlíðarskóli

fyrir að gera nemendur hæfa til þátttöku í samfélaginu á sem flestum sviðum eftir því sem geta þeirra leyfir (í flokki stofnana)

2008

Guðjón Sigurðsson

fyrir sýnileika, dugnað og árangur í málefnum fatlaðra (í flokki einstaklinga)

 

Tónstofa Valgerðar

fyrir frumkvöðlastarf í þá veru að nemendur með sérþarfir njóti forgangs til tónlistarnáms (í flokki fyrirtækja)

 

Akureyrarbær – búsetudeild

fyrir frumkvöðlastarf í útfærslu á “Independent living”, notendastýrðri þjónustu fyrir fatlaða (í flokki stofnana)

2007

Freyja Haraldsdóttir

fyrir áhrif sín til að breyta viðhorfum fólks til fatlaðra og fyrir að vera frumkvöðull í að koma á fót notendastýrðri þjónustu fyrir fatlað fólk (í flokki einstaklinga)

 

Móðir náttúra

fyrir mikilvægt frumkvöðlastarf til aukinnar atvinnuþátttöku fatlaðra (í flokki fyrirtækja)

 

Starfsendurhæfing Norðurlands

fyrir uppbyggingu starfsendurhæfingar sem byggir á samstarfi ólíkra starfsstétta og öflugu samfélagslegu tengslaneti (í flokki stofnana)