Hvatningarverðlaun
3. desember
Ár hvert höldum við upp á alþjóðlegan dag fatlaðs fólks, 3. desember, með því að viðurkenna góð verk. Verk sem meðal annars vinna gegn fordómum og stuðla að þátttöku allra.
Markmiðið er alltaf líf til jafns við aðra.
Hvatningarverðlaunin eru veitt þeim sem hafa með verkum sínum stuðlað að einu samfélagi fyrir alla og endurspegla nútímalegar áherslur um þátttöku, sjálfstæði og jafnrétti fatlaðs fólks.
Forseti Íslands er verndari verðlaunanna.
2023
Bíó Paradís fékk Hvatningarverðlaun ÖBÍ 2023 fyrir frumkvæði að aðgengi fyrir alla með sérstöku tilliti til ólíkra hópa. Hrönn Sveinsdóttir, framkvæmdastjóri Bíó Paradís, tók við verðlaununum.
Auk Bíó Paradísar voru eftirfarandi tilnefnd:
» Kolbrún Karlsdóttir fyrir Bergmál, líknar- og vinafélag – orlofsdvöl, skemmtun og samvera fyrir fatlað fólk.
» Þórunn Eva G. Pálsdóttir fyrir Mia Magic – stuðningur og fræðsla til langveikra barna og foreldra þeirra.