Vinnumálastofnun hefur opnað fyrir rafrænar umsóknir um almennar húsnæðisbætur á vefsíðunni www.husbot.is, en húsnæðisbætur koma í stað húsaleigubóta. Á síðunni eru svör við algengum spurningum um húsnæðisbætur og reiknivél til að reikna út rétt til húsnæðisbóta eftir nýjum reglum.
Til að sækja um húsnæðisbætur er smellt á hlekkinn „mínar síður“. Þar þarf síðan að skrá sig inn með Íslykli eða rafrænum skilríkjum.
Almennar húsnæðisbætur eru greiddar fyrir allt landið í gegnum Vinnumálastofnun. Sérstaki húsnæðisstuðningurinn verður áfram á vegum sveitarfélaga.