Skip to main content
AlmannatryggingarFréttViðtal

Vill leggja áherslu á nám með viðeigandi aðlögun

By 8. febrúar 2022ágúst 31st, 2022No Comments
Á ársfundi Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins (FA), sagði Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags og vinnumarkaðsráðherra, það mikilvægt að leggja áherslu á nám með viðeigandi aðlögun fyrir fatlað fólk, svo jöfn tækifæri til menntunar væru tryggð.

Guðmundur Ingi sagði að hann ætlaði að leggja áherslu á endurhæfingu öryrkja og fólks með skerta starfsgetu. Nám skipti þar sköpum og því væri mikilvægt að bjóða upp á viðeigandi aðlögun. Þannig yrði lögð áhersla á að nám sem er skilgreind sem framhaldsfræðsla og nám á starfsbrautum framhaldsskólanna sé aðlagað að þörfum fatlaðs fólks.

Ráðherra sagði jafnframt að við endurskoðun almannatryggingakerfisins yrði að fylgja jafnframt fjölgun hlutastarfa og sveigjanlegum störfum. Framhaldsfræðslukerfið þarf að taka mið af því í framtíðar stefnumótun. Þannig opnast möguleikar á sveigjanlegra starfsumhverfi og ráðningarsamböndum sem gagnast einstaklingum, fyrirtækjum og stofnunum.

„Við verðum nefnilega öll ríkari af þátttöku fjölbreyttari hóps á vinnumarkaði, bæði við sem manneskjur og fyrirtækin sömuleiðis“.

Ræðu ráðherra má sjá í heild sinni í spilaranum hér að neðan.