Skip to main content
AðgengiFrétt

Viljayfirlýsing um bætt stafrænt aðgengi undirrituð

By 28. október 2024No Comments

ÖBÍ réttindasamtök, menningar- og viðskiptaráðherra, Almannarómur – miðstöð máltækni og Miðstöð menntunar og skólaþjónustu (MMS) hafa skrifað undir viljayfirlýsingu um að vinna saman að stórbættu stafrænu aðgengi fatlaðs fólks, með hjálp íslenskra máltæknilausna. Á meðal þeirra verkefna sem unnið verður að er að koma á fót upplýsingagátt um helstu lausnir sem geta gagnast ýmsum hópum, styðja við stofnun raddbanka og setja aukinn kraft í þróun á talgervilslausnum sem styðja við íslensku.

Í viljayfirlýsingunni eru settar fram fimm afmarkaðar aðgerðir sem byggja á niðurstöðum greiningarinnar. Ábyrgðaraðili hverrar aðgerðar er tilgreindur í viljayfirlýsingunni og er markmiðið að unnið verði að framgangi þeirra næsta árið. Að ári verða hagsmunaaðilar kallaðir saman á ný til að fara yfir árangur við framkvæmd aðgerðanna.

Lesa má um aðgerðirnar hér: Stjórnarráðið | Sameinast um stórbætt aðgengi fatlaðs fólks að stafrænum lausnum