Niðurstöður könnunarinnar munu hjálpa okkur við að greina hvaða erfiðleika hópurinn glímir við. Þessi könnun er samskonar þeirri sem Varða gerði meðal félagsmanna stéttarfélaganna fyrr í vor og vakti mikla athygli.
Það tekur um 15 mínútur að svara henni. Spurt er um húsnæði, fjárhagsstöðu, fátækt, líðan, heilsufar, heilbrigðisþjónustu og vinnumarkað.
Framkvæmd könnunarinnar er alfarið í höndum Vörðu, sem sá um hönnun spurninga, uppsetningu, framkvæmd og mun sjá um úrvinnslu á niðurstöðum.
- Könnunin verður opin í tvær vikur og hægt er að svara henni í snjallsíma, spjaldtölvu eða í tölvu.
- Könnunin er á tveimur tungumálum, íslensku og ensku.
- Þrír þátttakendur vinna 30.000 kr. gjafakort fyrir þátttökuna.
- Könnunin opnar þriðjudaginn 25. maí og verður lokað þriðjudaginn 8. júní.
Hér er hlekkur á könnunina á íslensku: https://www.research.net/r/oryrkjabandalag
Hér er hlekkur á könnunina á ensku: https://www.research.net/r/oryrkjabandalag?lang=en
Það er einnig hægt að skipta um tungumál efst í horninu hægra megin þegar fólk er komið inn í könnunina.
Við hvetjum alla öryrkja, örorkustyrktaka og endurhæfingarlífeyristaka til að taka þátt í könnuninni, enda afar mikilvægt að fá sjónarmið sem flestra til að niðurstöðurnar nýtist sem best við að móta og styðja við kröfur Öryrkjabandalags Íslands.