Ný kosningalög tóku gildi um áramótin og með þeim var meðal annars breytt fyrirkomulagi um aðstoð kjósenda við atkvæðagreiðslu.
- Að mæta kjörstað og velja einhvern úr kjörstjórninni til að aðstoða sig, eða
- Að mæta á kjörstað með sína eigin aðstoðarmanneskju til að að aðstoða sig.
Það þarf aðeins að vera hægt að skýra manneskjunni sem veitir aðstoðina hvert atkvæðið á að fara, með þeim hætti sem hverju og einu þykir best.
Í kjölfar gildistöku nýrra laga sendi formaður Öryrkjabandalagsins bréf á stjórnvöld til að minna á að réttindi fatlaðs fólks til að nýta sér atkvæðisrétt sinn, yrðu tryggð.
Í kjölfarið sendi Félags- og vinnumarkaðsráðherra landskjörstjórn bréf fyrr á árinu og vakti athygli á mikilvægi þess að huga að því hvernig réttindi fatlaðs fólks til þátttöku í kosningum yrði tryggð til jafns við aðra í samræmi við jafnréttisákvæði 65. greinar stjórnarskrárinnar og 29. grein samnings Sameinuðu Þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks og bauð fram aðstoð ráðuneytisins við túlkun á ákvæðum samningsins og gerð leiðbeininga um framkvæmd kosninga.
Kjósandi hefur rétt til aðstoðar við atkvæðagreiðsluna og eftir breytinguna er nóg að kjósandi mæti á kjörstað og óski aðstoðar. Þá skal aðstoð veitt af þeim úr kjörstjórn sem kjósandi tilnefnir. Kjósandi getur einnig komið með aðstoðarmann sem hann velur á kjörstað, undantekningin er að aðstoðarmaður má ekki vera frambjóðandi eða maki, börn, systkini og foreldrar frambjóðanda og aðstoðarmaður má ekki veita fleirum en þremur kjósendum aðstoð við sömu kosningu. Kjósandi á að ekki þurfa að útskýra fyrir kjörstjórn hvers vegna hann þarf aðstoð.
Í aðdraganda kosninga hefur félags- og vinnumarkaðsráðuneytið átt í samskiptum við landskjörstjórn og meðal annars hefur verið útbúinn gátlisti fyrir kjörstjórnir með helstu atriðum sem þarf að hafa í huga við undirbúning og framkvæmd kosninga til að tryggja að þær séu aðgengilegar öllum kjósendum. Við vinnslu gátlistans var haft samráð við hagsmunasamtök fatlaðs fólks sem veittu gagnlegar ábendingar.