
ÖBÍ réttindasamtök fagna átaki Rauða krossins, 3 dagar, sem ætlað er að búa lansdmenn undir neyðarástand. Viðmiðið er að fólk geti bjargað sér í að minnsta kosti þrjá daga í þeim aðstæðum án utanaðkomandi aðstoðar.
Sjá má nánar um verkefnið hér: » 3 dagar – Ertu klár? – Rauði krossinn á Íslandi
Gert er ráð fyrir að hvert og eitt heimili skoði sínar þarfir, útbúi heimilisáætlun og hafi tilbúinn viðlagakassa.
Ferlum varðandi fatlað fólk í hamförum er verulega ábótavant. Brýnt er að tryggja að fatlað fólk sé ekki hreinlega skilið eftir þegar hamfarir ríða yfir.
Aðgengishópur ÖBÍ vinnur nú í samstarfi við Almannavarnir að því að bæta þessa ferla. ÖBÍ kemur þó ekki að verkefni Rauða krossins. Greint verður nánar frá þessari vinnu á næstunni.