Skip to main content
Frétt

Tvö ný aðildarfélög ÖBÍ

By 6. október 2018No Comments

Aðalfundur Öryrkjabandalags Íslands 2018 samþykkti aðild tveggja félaga að bandalaginu laugardaginn 6. október. Þetta eru Samtök um endómetríósu og Vífill, félag fólks með kæfisvefn og aðrar svefnháðar öndurtruflanir. Yfirgnæfandi hluti aðalfundarfulltrúa greiddi atkvæði með því að taka félögin inn í bandalagið.

Vefu ÖBÍ ræddi við Kolbrúnu Stígsdóttur, formann Samtaka um endómetríósu, en hún segir að stjórn samtakanna hafi rætt um aðild að ÖBÍ um nokkurt skeið. 

„Aðild samtakanna er liður í því að veita konum með endómetríósu og aðstandendum þeirra enn betri þjónustu en við höfum gert hingað til. Við erum þakklát fyrir aðildina og hlökkum til að starfa með ÖBÍ í framtíðinni.“

Fyrir voru aðildarfélög Öryrkjabandalags Íslands 41 en 43 frá og með aðalfundi 2018.