
Mannréttindadómstóll Evrópu. Mynd: Wikimedia Commons
ÖBÍ hefur kært niðurstöðu í dómi Hæstaréttar Íslands í máli nr. 10/2024, dags. 14. október 2024 til Mannréttindadómstóls Evrópu. Um er að ræða mál sem ÖBÍ höfðaði ásamt einstaklingi á hendur Tryggingastofnun í kjölfar annars dóms Hæstaréttar á milli sömu aðila þar sem búsetuskerðing á sérstakri framfærsluuppbót var dæmd ólögmæt. Sjá nánar: Hæstiréttur dæmir búsetuskerðingar sérstakrar framfærslu uppbótar ólöglegar – ÖBÍ
Í kjölfar fyrri dómsins leiðrétti Tryggingastofnun skerðingar á sérstakri uppbót á lífeyri og endurgreiddi fjögur ár aftur í tímann. Það mál sem nú hefur verið kært var höfðað til að krefjast viðurkenningar á að Tryggingastofnun bæri skylda til að leiðrétta og endurgreiða tíu ár til viðbótar.