ÖBÍ réttindasamtök hafa úthlutað 45 milljónum króna í sérstaka styrki til alls 30 verkefna á árinu. Umsóknir um styrki voru 62 talsins og fékk því nærri helmingur umsækjenda styrk. Þetta eru afar flott og metnaðarfull verkefni og eru þau eins ólík og þau eru mörg.
Á meðal þeirra sem fengu styrk voru rannsóknarverkefnið ADHD þjóðin, Menntaský, þátttaka í alþjóðaleikum Special Olympics, leiksýningin Skógarbrúðkaup og upplýsingasíðan öryrkinn.is. Listann í heild sinni má lesa hér að neðan:
- ADHD samtökin. ADHD þjóðin – rannsóknarverkefni.
- Ás styrktarfélag. SEARCH verkefni, sem miðar að því að efla atvinnuþátttöku fatlaðs fólks.
- Birna Sigurjónsdóttir. Frístundabankinn, lánar hjálpartæki til útivistar og hreyfingar.
- Björk Sigurðardóttir. Bók fyrir börn á grunnskólaaldri með hreyfihömlun og aðrar skerðingar.
- Blindrafélagið. NaviLens aðgengislausn til nota í almenningssamgöngum og Hable One, punktaletur til að fjarstýra snjallsímum.
- Einhverfusamtökin. Gagnabanki á netinu um allt sem snýr að einhverfu fólki.
- Endósamtökin. Heimildarmyndin Endó – Ekki bara slæmir túrverkir.
- Ferðafélagið Víðsýn. Ferðalög Víðsýnar, ferðafélags fólks með geðraskanir.
- Fjölmennt, símenntunar- og þekkingarmiðstöð. Menntaský, kennsluefni á netinu sett upp á einfaldan hátt.
- Halaleikhópurinn. Leiksýningin Obbosí, eldgos!
- Hlynur Bergþór Steingrímsson. Upplýsingasíðan öryrkinn.is.
- Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir. Miðlun rannsóknar um stafræna framþróun í opinberri þjónustu á Íslandi og áhrif á fatlað fólk.
- Íþróttasamband fatlaðra. Þátttaka í alþjóðaleikum Special Olympics og sumarbúða ÍF.
- Leikfélag Sólheima. Leiksýningin Skógarbrúðkaup.
- List án landamæra. Listahátíð 2023.
- María Kjartansdóttir/Vala Ómarsdóttir. Framleiðsla á stuttmyndinni Gatklettur.
- Málbjörg. Fræðsluþættir um stam í podcastformi og mynd.
- ME félag Íslands. Framleiðsla myndbanda um ME og fræðsluátak á samfélagsmiðlum.
- MND á Íslandi. Útgáfa uppskriftarbókarinnar Borðað með reisn.
- MS félag Íslands. Sýning heimildarmyndarinnar Art of Rebellion.
- Okkar heimur. Fjölskyldusmiðjur fyrir börn foreldra/forsjáraðila með geðrænan vanda.
- Reykjavík Marketing ehf. Gerð kynningar- og fræðsluefnis um stafrænt aðgengi.
- SEM samtökin. GEÐ-SEM fuglinn sem flýgur, kaup á rafmagnsfjallahjólum fyrir hálsskaða.
- SERES hugverkasmiðja ehf. Heimsleikar Special Olympics í Berlín í júní 2023, gerð sjónvarpsþáttar um þátttöku Íslands.
- Sjálfsbjörg á höfuðborgarsvæðinu. Kriki við Elliðavatn, sumarfélagsheimili.
- Sjálfsbjörg lsh. Aðgengisúttekt á íþróttamannvirkjum innanhúss sem utan um land allt.
- Sjónarhóll, ráðgjafarmiðstöð ses. Fræðsluefni fyrir fjölskyldur barna með stuðningsþarfir.
- Stómasamtök Íslands. Fræðslumyndband vegna öryggisleitar á flugvöllum.
- Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra. Helgardvöl í Reykjadal fyrir einstaklinga 18 til 25 ára.
- Töframáttur tónlistar. Tónleikaröð fyrir fólk sem vegna geðfatlana, félagslegrar einangrunar og/eða öldrunar á erfitt með að sækja listviðburði.