Skip to main content
Frétt

Þórgnýr nýr upplýsingafulltrúi ÖBÍ

Þórgnýr Einar Albertsson hefur verið ráðinn í starf upplýsingafulltrúa ÖBÍ. Hann hóf störf í gær og mun annast upplýsingamiðlun, samfélagsmiðla og samskipti við fjölmiðla auk annarra verkefna.

Síðustu tæp átta ár hefur Þórgnýr starfað við blaða- og fréttamennsku á fjölbreyttu formi. Fyrst hjá Fréttablaðinu, svo hjá Stöð 2, Bylgjunni og Vísi og nú síðast hjá RÚV. Þórgnýr er með BA-gráðu í þjóðfræði hjá Háskóla Íslands.

„Ég er ákaflega spenntur fyrir því að hefjast handa og vinna með öllu því frábæra fólki sem starfar hjá ÖBÍ að fjölbreyttum og mikilvægum verkefnum,“ segir Þórgnýr.