Skip to main content
Frétt

Stjórnvöld þurfa að byggja upp traust

By 2. nóvember 2018No Comments
„Við erum ánægð með af­stöðu ASÍ og hún er mjög mik­il­væg,“ segir Þuríður Harpa Sig­urðardótt­ir, formaður ÖBÍ í samtali við Morgunblaðið. „Alþýðusam­bandið og verka­lýðsfé­lög­in eru að taka ábyrga af­stöðu með sínu fólki. Flest­ir ör­orku­líf­eyr­isþegar eiga að baki langt starf á vinnu­markaði áður en þeir hafa veikst, slasast eða eru orðnir svo illa farn­ir lík­am­lega að þeir geta ekki leng­ur unnið.“

Mikilvæg stefnubreyting ASÍ

Fjallað er um stefnubreytingu Alþýðusambands Íslands í málum sem varða mikilvæga hagsmuni örorkulífeyrisþega í Morgunblaðinu á föstudag. Greint hefur verið frá því á þessum vettvangi að Alþýðusamband Íslands hefur fallið frá hugmyndum um starfsgetumat. Þetta var samþykkt á nýafstöðnu þingi ASÍ. Lögð er áhersla á að auka samstarf við Öryrkjabandalag Íslands um málefni sem varða almannatryggingakerfið og að krónu-á-móti-krónu skerðing verði afnumin strax. 

Þuríður segir við Morgunblaðið að oft sé um að ræða fólk í lág­launa­störf­um sem hefði unnið 2-3 störf til að ná end­um sam­an. Það hefði oft svo lít­il rétt­indi að það hefði ekki efni á að hætta vinnu um sjö­tugt.

„Stjórn­völd þurfa að byggja upp traust

því þau njóta ekki mik­ils trausts

í þess­um hópi.“

Þuríður Harpa Sigurðardóttir

 

Atvinnurekendur á öðrum stað

Bent er á það í Morgunblaðinu að lengi hafi verið rætt um að taka upp starfs­getumat í stað ör­orkumats hér á landi. Þuríður seg­ir að ör­yrkj­ar vilji ekki fá starfs­getumat eins og það sem kynnt hef­ur verið. Sí­fellt fleiri sem metn­ir eru til ör­orku fari á tíma­bundna ör­orku og svo hafi verið und­an­farna tvo ára­tugi. Í ör­orkumat­inu fel­ist starfs­getumat að vissu marki.

„Frá alda­mót­um hef­ur það verið stefna víða í lönd­um í kring­um okk­ur að taka upp starfs­getumat. Það átti að leiða til þess að ör­yrkj­ar færu í aukn­um mæli út á vinnu­markaðinn. En það virðist hafa gleymst að vinnu­markaður­inn hef­ur ekki fylgt þess­ari hug­sjón stjórn­valda eft­ir. Örorku­líf­eyr­isþegar sem metn­ir eru með ákveðna starfs­getu hafa sjaldn­ast fengið vinnu við sitt hæfi. Hið end­an­lega starfs­getumat er hvort vinnu­markaður­inn tek­ur við okk­ur eða ekki,“ segir Þuríður. Hún sagði að versta af­leiðing þessa væri að fólk með starfs­getumat en án vinnu lenti á at­vinnu­leys­is­skrá um tíma og væri svo ýtt þaðan á fá­tækra­styrk hjá sveit­ar­fé­lög­um.

Samningurinn lykilatriði

„Við vilj­um að þeir sem vilja og geta fái at­vinnu við hæfi. En at­vinnu­lífið hef­ur ekki verið til­búið að taka á móti fólki sem hef­ur tak­markaða starfs­getu. Það þarf að skapa svig­rúm með t.d. sveigj­an­leg­um vinnu­tíma. Nú er það svo að þú vinn­ur annaðhvort 100% eða þú færð ekki vinnu,“ segir Þuríður.

„Stjórn­völd þurfa að byggja upp traust því þau njóta ekki mik­ils trausts í þess­um hópi. Fólk hef­ur fylgst með reynsl­unni af starfs­getumati í öðrum lönd­um og er mjög hrætt við þetta. Þessi hóp­ur hef­ur það slæmt og vill ekki lenda í því að hafa það verra. Starfs­getumat og viðeig­andi aðlög­un að vinnu­markaði þarf að vera sam­kvæmt samn­ingi Sam­einuðu þjóðanna um rétt­indi fatlaðs fólks. Hann hef­ur verið full­gilt­ur hér og við von­um að hann verði lög­fest­ur fljót­lega,“ segir Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður ÖBÍ, í viðtali við Morgunblaðið.